Menning

Franz Ferdinand í Krikanum í kvöld

Franz Ferdinand, ein vinsælasta hljómsveit heims, heldur tónleika í Kaplakrika í kvöld. Hljómsveitarmeðlimirnir eru ánægðir með að vera komnir til Íslands.

Hljómsveitin er skosk og hefur verið á tónleikaferðalagi um allan heim að undanförnu. Bob Hardy, bassaleikari sveitarinnar, segir að hún verði á ferðinni fram að jólum. Spurður að því hverju fólk megi búast við á tónleikunum segir Hardy að sveitin muni leika sum eldri laga sinna, sem fólk þekki, en einnig nokkur ný lög því það sé ný skífa á leiðinni. Nýja platan kemur út þann 3. október.

En hvernig er að vera í hljómsveit sem er orðin heimsfræg? Aleksander Kapranos, söngvari sveitarinnar, segir það frábært og hann mæli með því við alla þá sem vilji prófa það. Spurður hvort það hafi breytt þeim eitthvað að hafa orðið frægir segir Hardy að þeir hafi ekki breyst sem manneskjur en þeir upplifi margt skemmtilegt, t.d. ferðist um allan heim og þar á meðal til Íslands.

Spurðir út í nafnið, Franz Ferdinand, segja tvímenningarnir það hljóma vel þegar maður segi það. Það sé meira eða minna sagan á bak við nafnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.