Viðskipti innlent

Fríverslunarsamningur við Færeyjar

Á næstunni verður undirritaður fríverslunarsamningur milli Færeyja og Íslands. Samningurinn mun ná yfir breiðara svið en aðrir viðskiptasamingar hafa náð til áður vegna þess að verslun með landbúnaðarafurðir verður einnig gefin frjáls. Íslendingar eru nú tæp 300 þúsund og stækkar því markaðurinn fyrir landbúnaðarafurðir um tuttugu prósent og ættu aðilar í landbúnaði því að brosa breitt. Samningurinn verður undirritaður 31. ágúst af Davíð Oddssyni fyrir hönd Íslands en hann verður þá staddur í opinberri heimsókn í Færeyjum. Stjórnvöld á Íslandi og Færeyjum vilja með fríverslunarsamningnum auka efnahagstengsl milli landanna og samræma þróun í efnahagsmálum og ætla að þróa og auka samvinnu sín á milli á öðrum sviðum. Bæði Íslandi og Færeyjum er þó heimilt að viðhalda takmörkunum á eignarhaldi erlendra aðila. Íslendingum er heimilt að viðhalda takmörkunum í geirum fiskveiða og fiskvinnslu og í Færeyingum í fiskveiðum og fiskeldi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×