Viðskipti innlent

Minni ábati

Í efnahagsfregnum KB banka segir að þjóðhagslegur ábati stóriðju á Íslandi sé einkum fólginn í yfirverði sem álver greiða til íslenskra framleiðsluþátta, einkum vinnuafls og orku. Arður af orkusölu skipti mestu. "Sú stefna virðist hins vegar hafa verið ríkjandi hérlendis að selja raforku mjög nærri kostnaðarverði sem endurspeglast bæði í fremur lágri arðsemi Landsvirkjunar og fremur lágri ávöxtunarkröfu sem fyrirtækið gerir til virkjanaframkvæmda. Af þeim sökum er hætt við að þjóðhagslegur ábati vegna stóriðju verði mun minni fyrir bragðið," segir í efnahagsfregnunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×