Viðskipti innlent

Tekjur Actavis jukust um 14,4%

Heildartekjur Actavis námu 9,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og jukust um 14,4 prósent. Það finnst stjórnendum tæpast nóg, en búast við betri afkomu síðari hluta ársins. Robert Wessman, forstjóri Actavis, segir að ársfjórðungurinn hafi verið annasamur hjá félaginu þar sem bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide var keypt. Sala á eigin vörumerkjum jókst um tæp 28 prósent á ársfjórðungnum en sala til þriðja aðila dróst saman. Það var að mestu leyti vegna tafa á afhendingum til helstu viðskiptavina. Robert Wessman er hins vegar bjartýnn á að Actavis nái markmiðlum sínum fyrir árið í heild með markaðssetningu nýrra vara á seinni helmingi ársins, áframhaldandi öflugum vexti í sölu eigin vörumerkja og með tilkomu Amide í samstæðuna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×