Hagnaður Alcan lækkaði um 42% 8. ágúst 2005 00:01 Í fréttum frá Greiningardeild Landsbankans er greint frá því að hagnaður Alcan, næst stærsta álframleiðanda í heimi, hafi numið 190 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi og hefur lækkað um 42% frá sama tíma í fyrra, en þá nam hann 330 milljónum dollara. Hagnaður á hvern hlut nam 52 sentum, samanborið við 89 sent á síðasta ári. Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi lækkuðu um 17% á milli ára og námu alls 5,21 milljónum dollara. Ástæðan fyrir lægri tekjum er sú að Alcan þurfti að selja frá sér eitt dótturfélaga sinna í janúar á þessu ári vegna fyrirskipunar samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu. Rekstrarhagnaður félagsins án áhrifa gengisbreytinga ásamt öðru, nam 286 m.USD eða 0,77 sentum á hvern hlut, samanborið við 230 m.USD eða 0,62 sent á hlut á sama tíma í fyrra. Bætta afkomu má að mestu rekja til mikillar sölu og hærra heimsmarkaðsverðs á áli, en lágt gengi bandaríkjadals og hátt orkuverð vógu hins vegar lítillega upp á móti. Í tilkynningu frá Alcan er því spáð að eftirspurn eftir áli muni aukast um tæp 5% það sem eftir er ársins og að framleiðsla muni aukast um rúm 6%. Einnig er því spáð að umframeftirspurn eftir áli muni nema um 200.000 tonnum á árinu. Sé spá Alcan marktæk, má telja líklegt að heimsmarkaðsverð á áli muni áfram haldast hátt á næstu misserum. Erlent Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í fréttum frá Greiningardeild Landsbankans er greint frá því að hagnaður Alcan, næst stærsta álframleiðanda í heimi, hafi numið 190 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi og hefur lækkað um 42% frá sama tíma í fyrra, en þá nam hann 330 milljónum dollara. Hagnaður á hvern hlut nam 52 sentum, samanborið við 89 sent á síðasta ári. Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi lækkuðu um 17% á milli ára og námu alls 5,21 milljónum dollara. Ástæðan fyrir lægri tekjum er sú að Alcan þurfti að selja frá sér eitt dótturfélaga sinna í janúar á þessu ári vegna fyrirskipunar samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu. Rekstrarhagnaður félagsins án áhrifa gengisbreytinga ásamt öðru, nam 286 m.USD eða 0,77 sentum á hvern hlut, samanborið við 230 m.USD eða 0,62 sent á hlut á sama tíma í fyrra. Bætta afkomu má að mestu rekja til mikillar sölu og hærra heimsmarkaðsverðs á áli, en lágt gengi bandaríkjadals og hátt orkuverð vógu hins vegar lítillega upp á móti. Í tilkynningu frá Alcan er því spáð að eftirspurn eftir áli muni aukast um tæp 5% það sem eftir er ársins og að framleiðsla muni aukast um rúm 6%. Einnig er því spáð að umframeftirspurn eftir áli muni nema um 200.000 tonnum á árinu. Sé spá Alcan marktæk, má telja líklegt að heimsmarkaðsverð á áli muni áfram haldast hátt á næstu misserum.
Erlent Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira