Varkárni og taugaveiklun í London 2. ágúst 2005 00:01 Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Fyrst voru það fjórar sprengjuárásir þar sem fleiri en fimmtíu létust. Svo tilraun til samskonar árása sem misheppnaðist og morð lögreglunnar á blásaklausum Brasilíumanni sem talinn var hryðjuverkamaður. Síðan handtökur og umsátursástand um alla borg dag eftir dag. Það þarf því engan að undra þó að ótti hafi gripið um sig þegar lögreglan í London lokaði stóru svæði við Kings Kross lestarstöðina um tíma í dag og fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Vitni á svæðinu segja að um tuttugu manns hafi hoppað skelfingu lostnir niður af þaki vagnsins. Þegar betur var að gáð var aðeins um minniháttar óhapp að ræða og ekkert alvarlegt á seyði. Þrátt fyrir það verður atvikið ekki til að minnka áhyggjur vegfarenda í London, enda nánast búið að slá því föstu að þriðju árásarhrinunnar á London sé að vænta á næstu dögum. Ungir múslimar í London eiga sérlega erfitt þessa dagana, enda ríkir gríðarleg tortryggni í þeirra garð. Þeim finnst erftitt að þurfa að sætta sig við að vera stöðvaðir en á hinn bóginn hugsa þeir með sér að það sé í sjálfu sér eðlilegt í ljósi undandgenginn atburða þar sem þeir líkjast árásarmönnunum í útliti og háttum. En þeir benda einnig á að þeim þætti betra ef þeir og bakpokar þeirra fengju skoðun afsíðis þar sem þeir eru litnir hornauga á lestarstöðvunum af öðrum vegfarendum. Í gær handtók lögreglan tvo menn í viðbót vegna árásanna sem misheppnuðust fyrir tólf dögum. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Yfirheyrslur yfir þeim og fimmtán öðrum sem hafa verið handteknir vegna árásanna hafa staðið yfir í allan dag. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Fyrst voru það fjórar sprengjuárásir þar sem fleiri en fimmtíu létust. Svo tilraun til samskonar árása sem misheppnaðist og morð lögreglunnar á blásaklausum Brasilíumanni sem talinn var hryðjuverkamaður. Síðan handtökur og umsátursástand um alla borg dag eftir dag. Það þarf því engan að undra þó að ótti hafi gripið um sig þegar lögreglan í London lokaði stóru svæði við Kings Kross lestarstöðina um tíma í dag og fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Vitni á svæðinu segja að um tuttugu manns hafi hoppað skelfingu lostnir niður af þaki vagnsins. Þegar betur var að gáð var aðeins um minniháttar óhapp að ræða og ekkert alvarlegt á seyði. Þrátt fyrir það verður atvikið ekki til að minnka áhyggjur vegfarenda í London, enda nánast búið að slá því föstu að þriðju árásarhrinunnar á London sé að vænta á næstu dögum. Ungir múslimar í London eiga sérlega erfitt þessa dagana, enda ríkir gríðarleg tortryggni í þeirra garð. Þeim finnst erftitt að þurfa að sætta sig við að vera stöðvaðir en á hinn bóginn hugsa þeir með sér að það sé í sjálfu sér eðlilegt í ljósi undandgenginn atburða þar sem þeir líkjast árásarmönnunum í útliti og háttum. En þeir benda einnig á að þeim þætti betra ef þeir og bakpokar þeirra fengju skoðun afsíðis þar sem þeir eru litnir hornauga á lestarstöðvunum af öðrum vegfarendum. Í gær handtók lögreglan tvo menn í viðbót vegna árásanna sem misheppnuðust fyrir tólf dögum. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Yfirheyrslur yfir þeim og fimmtán öðrum sem hafa verið handteknir vegna árásanna hafa staðið yfir í allan dag.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira