Hringurinn þrengist óðum 15. júlí 2005 00:01 Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Maður, sem talinn er hafa búið til sprengjurnar sem sprengdar voru í Lundúnum í síðustu viku, hefur verið handtekinn í Kaíró í Egyptalandi þaðan sem talið er að maðurinn sé frá. Hann hefur verið eftirlýstur um allan heim og er talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Um er að ræða 33 ára gamlan egypskan efnafræðinema sem bjó í Leeds. Lögreglan gerði nýlega húsleit í íbúð mannsins ásamt fleiri íbúðum í Leeds en sprengiefni fundust, ekki ósvipuð þeim sem Al-Qaida notar. Höfuðpaurinn hefur þó enn ekki fundist en hann er sagður löngu flúinn land. Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, sagði í ræðu sem hann hélt að markmið hryðjuverkamannanna væri að fá fólk upp á móti hvert öðru, þeim skyldi þó mistakast ætlunarverk sitt og hamraði hann á umburðarlyndi og að allir, jafnt kristnir sem múslimar, stæðu saman gegn hryðjuverkaógninni. Fjörutíu og fjórir eru enn á sjúkrahúsum eftir hryðjuverkin og níu þeirra eru enn á gjörgæsludeildum en tala látinna í hryðjuverkaárásunum er nú komin í fimmtíu og fjóra. Samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hafið eins konar markaðsherferð undir nafninu "Ekki í nafni íslam". Markmið herferðarinnar er að bæta ímynd múslima í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og í Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. Formaður samtakanna sagði í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér að það væri kristaltært að samtökin fordæmdu allar hryðjuverkaárásir sem gerðar væru. Hann sagði íslam ekki snúast um hatur eða ofbeldi heldur frið og réttlæti. Lögreglan, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, segir miklar líkur á að annað hryðjuverk verði framið á næstunni og hafa ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna aukið viðbúnaðarstig. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Maður, sem talinn er hafa búið til sprengjurnar sem sprengdar voru í Lundúnum í síðustu viku, hefur verið handtekinn í Kaíró í Egyptalandi þaðan sem talið er að maðurinn sé frá. Hann hefur verið eftirlýstur um allan heim og er talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Um er að ræða 33 ára gamlan egypskan efnafræðinema sem bjó í Leeds. Lögreglan gerði nýlega húsleit í íbúð mannsins ásamt fleiri íbúðum í Leeds en sprengiefni fundust, ekki ósvipuð þeim sem Al-Qaida notar. Höfuðpaurinn hefur þó enn ekki fundist en hann er sagður löngu flúinn land. Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, sagði í ræðu sem hann hélt að markmið hryðjuverkamannanna væri að fá fólk upp á móti hvert öðru, þeim skyldi þó mistakast ætlunarverk sitt og hamraði hann á umburðarlyndi og að allir, jafnt kristnir sem múslimar, stæðu saman gegn hryðjuverkaógninni. Fjörutíu og fjórir eru enn á sjúkrahúsum eftir hryðjuverkin og níu þeirra eru enn á gjörgæsludeildum en tala látinna í hryðjuverkaárásunum er nú komin í fimmtíu og fjóra. Samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hafið eins konar markaðsherferð undir nafninu "Ekki í nafni íslam". Markmið herferðarinnar er að bæta ímynd múslima í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og í Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. Formaður samtakanna sagði í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér að það væri kristaltært að samtökin fordæmdu allar hryðjuverkaárásir sem gerðar væru. Hann sagði íslam ekki snúast um hatur eða ofbeldi heldur frið og réttlæti. Lögreglan, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, segir miklar líkur á að annað hryðjuverk verði framið á næstunni og hafa ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna aukið viðbúnaðarstig.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira