Viðskipti innlent

Vextir Íbúðalánasjóðs undir 4%?

MYND/Vísir
Vextir Íbúðalánasjóðs gætu farið niður fyrir fjögur prósent, ef sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald eins og bankarnir hafa gert.  Ávöxtunarkrafa í nýjasta útboði Íbúðalánasjóðs á íbúðabréfum var nokkuð lægri en krafan í útboðinu sem 4,15 prósenta vextir sjóðsins voru byggðir á en þó ekki nógu mikið lægri til að geta lækkað vextina niður í 4,10 prósnt. Sjóðurinn hefur ekki nýtt sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald eins og bankarnir gera og Samkeppnisstofnun hefur úrskurðað að sé heimil, þótt ASÍ hafi áfrýjað þeirri niðurstöðu. Íbúðalánasjóður er hins vegar ekki bundinn af framvindu þess máls og gæti því lækkað vaxtaálag vegna rekstrar, varasjóðs og uppgreiðsluáhættu úr 0,60 prósentum niður í 0,35 prósent, eins og talan var í fyrra, en þá gæti sjóðurinn lækkað íbúðalánavexti niður í 3,90 prósent. Fyrirtæki sem taka lán hjá sjóðnum til húsbygginga fá þau á 3,90 prósenta vöxtum, gegn því að taka á sig uppgreiðsluálag, sem ætti að sýna glöggt að þetta er raunhæft. Hins vegar vannst ekki tími til þess fyrir hádegisfréttir að fá svör við því hvers vegna alemnningi byðist ekki sömu kjör og byggingafyrirtækjunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×