Viðskipti innlent

2,9% hagvöxtur á fyrsta fjórðungi

Hagvöxtur mældist 2,9% að raunvirði á fyrsta fjórðungi ársins að því er fram kemur í hálffimm fréttum KB banka. Bankinn segir minni vöxt landsframleiðslu ekki hægt að rekja til minni eftirspurnar því þjóðarútgjöld uxu alls um 11% að raunvirði. Túlka megi þennan lága vöxt á tvennan hátt: Annars vegar sem merki um vaxandi ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og misvægi framboðs og eftirspurnar í efnahagslífinu. Hins vegar sé hægt að túlka þetta sem árangur af auknu aðhaldi í peningamálum af hendi Seðlabanka Íslands. Þá segir að flest bendi til þess að hagvöxtur verði töluverður á þessu ári, einkum þegar framkvæmdir hefjast af fullum krafti við byggingu nýs álvers fyrir austan auk annara framkvæmda. Hagvöxtur ársins 2004 var umtalsverður, eða 5,2%. Þjóðarútgjöld voru heldur meiri en verg landsframleiðsla árið 2004 þar sem viðskiptahalli þess árs var 110% meiri en árið 2003





Fleiri fréttir

Sjá meira


×