Erlent

Franskri þotu snúið frá BNA

Yfirvöld í Bandaríkjunum létu í gær snúa til baka farþegaþotu franska flugfélagsins Air France á leið Chicago frá París vegna þess að einn farþeganna um borð þótti grunsamlegur. Vélin hafði þá verið í loftinu í um tvo klukkutíma, að því er fréttastofa BBC segir. Franska lögreglan sagði Bandaríkjamenn hafa tekið eftir nafni á farþegalista, sem þeir voru með eigin válista. Vélin lenti svo aftur um kvöldmatarleyt á Charles de Gaulle flugvelli, fjórum tímum eftir flugtak. Farþeginn og fjórir aðrir voru færðir til yfirheyrslu, en ekki fengust upp gefin nöfn þeirra, aldur eða þjóðerni. Vélin fór aftur í loftið að lokinni skoðun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×