150 alvarlega slasaðir 7. júlí 2005 00:01 Árás hefur verið gerð á London. Ekki færri en sex sprengingar urðu í röð í lestum og strætisvögnum á háannatíma í morgun. Nokkur fjöldi fólks fórst og hundruð slösuðust. Óþekktur hópur, sem kveðst tengjast al-Qaida, hefur lýst árásunum á hendur sér. Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Ekki færri en sex sprengingar urðu í London á háannatíma, hugsanlega fleiri. Sú fyrsta varð skömmu fyrir klukkan níu á Aldgate-stöðinni og í kjölfarið fylgdu sprengingar á Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Myndir frá erlendum fréttamiðlum sem streymt hafa inn í morgun sýna glögglega hvernig ástandið er: illa leikið fólk, blóði drifið og slasað. Sjúkralið, slökkvilið og lögregla gripu þegar til aðgerða og en nokkur ringulreið var í fyrstu. Vitað er að yfir níutíu manns hafa hlotið aðhlynningu á Aldergate-stöðinni einni. Tveir fórust þar og greina sjónarvottar frá fleiri föllnum, en það hefur ekki fengist staðfest. Fréttastofan náði sambandi við nokkra Íslendinga sem voru nærri sprengingunum. Helgi Snær, sem staddur var á lestarstöðinni við Earls´s Court, segir að skyndilega hafi komið tilkynning um að allir ættu yfirgefa lestarstöðinni. Hann hélt fyrst að um væri að ræða venjulega töf og hlýddi skipuninni, bölvandi samgöngukerfinu eins og aðrir í kringum hann. Svo þegar út á götu var komið varð Helga smám saman ljóst hve alvarlegir atburðir höfðu gerst; lögregla og sjúkralið var úti um allt, götur lokaðar og mikil ringulreið. Anna Lísa Björnsdóttir, sem einnig er stödd í Lundúnum, segir að hún hafi heyrt sprengingu rétt áður en hún kom að Russel-torgi. Hún sneri þá við því hún vildi ekki sjá afleiðingarnar. Anna segir fólk fylgjast með framvindunni í sjónvarpi í búðargluggum, bönkum og börum og það sé mikil hræðsla á meðal þess. Fregnir voru ákaflega misvísandi í byrjun, jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Ferðir innan kerfisins hafa verið stöðvaðar og fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í borginni að óþörfu. Símasamband er lélegt þar sem að farsímafyrirtæki takmarka aðgang annarra en björgunarliðs að kerfum sínum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Árás hefur verið gerð á London. Ekki færri en sex sprengingar urðu í röð í lestum og strætisvögnum á háannatíma í morgun. Nokkur fjöldi fólks fórst og hundruð slösuðust. Óþekktur hópur, sem kveðst tengjast al-Qaida, hefur lýst árásunum á hendur sér. Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Ekki færri en sex sprengingar urðu í London á háannatíma, hugsanlega fleiri. Sú fyrsta varð skömmu fyrir klukkan níu á Aldgate-stöðinni og í kjölfarið fylgdu sprengingar á Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Myndir frá erlendum fréttamiðlum sem streymt hafa inn í morgun sýna glögglega hvernig ástandið er: illa leikið fólk, blóði drifið og slasað. Sjúkralið, slökkvilið og lögregla gripu þegar til aðgerða og en nokkur ringulreið var í fyrstu. Vitað er að yfir níutíu manns hafa hlotið aðhlynningu á Aldergate-stöðinni einni. Tveir fórust þar og greina sjónarvottar frá fleiri föllnum, en það hefur ekki fengist staðfest. Fréttastofan náði sambandi við nokkra Íslendinga sem voru nærri sprengingunum. Helgi Snær, sem staddur var á lestarstöðinni við Earls´s Court, segir að skyndilega hafi komið tilkynning um að allir ættu yfirgefa lestarstöðinni. Hann hélt fyrst að um væri að ræða venjulega töf og hlýddi skipuninni, bölvandi samgöngukerfinu eins og aðrir í kringum hann. Svo þegar út á götu var komið varð Helga smám saman ljóst hve alvarlegir atburðir höfðu gerst; lögregla og sjúkralið var úti um allt, götur lokaðar og mikil ringulreið. Anna Lísa Björnsdóttir, sem einnig er stödd í Lundúnum, segir að hún hafi heyrt sprengingu rétt áður en hún kom að Russel-torgi. Hún sneri þá við því hún vildi ekki sjá afleiðingarnar. Anna segir fólk fylgjast með framvindunni í sjónvarpi í búðargluggum, bönkum og börum og það sé mikil hræðsla á meðal þess. Fregnir voru ákaflega misvísandi í byrjun, jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Ferðir innan kerfisins hafa verið stöðvaðar og fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í borginni að óþörfu. Símasamband er lélegt þar sem að farsímafyrirtæki takmarka aðgang annarra en björgunarliðs að kerfum sínum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira