Glannaskapur í rekstri FL Group 1. júlí 2005 00:01 Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Gera má ráð fyrir að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á hluthafafundinum. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær vegna ágreinings við stjórnarformanninn um hvernig best væri að reka fyrirtækið. Það voru þeir Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson sem fyrstir ákváðu að hætta í stjórninni og fylgdi Inga Jóna Þórðardóttir á eftir. Árni Oddur seldi nýverið hlut sinn í fyrirtækinu en Hreggviður og Inga Jóna voru fullltrúar ýmissa eigenda og kom Hreggviður sérstaklega inn í stjórnina á vegum Hannesar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Eftir í stjórninni, auk Hannesar, eru Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar sem að verulegu leyti er í eigu Saxhóls, sem ásamt Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa mynda félagið Saxbygg; Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingafélags Gylfa og Gunnars og þar með aðilli að Saxbygg; og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun hefur Saxbygg selt allt hlutafé sitt í FL Group. Þessir þrír stjórnarmenn hafa því allir setið í stjórn í skjóli hlutafjár sem nú hefur verið selt og því eðlilegt að þeir gangi líka úr stjórninni. Þar með er enginn eftir í henni nema Hannes. Samkvæmt tilkynningum í Kauphöllinni eru kaupendur á bréfum Saxbygg í FL Group Katla - í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar - Hannes, Ingibjörg Pálmadóttir, kennd við Hagkaup, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi. Hvorki Árni Oddur né Hreggviður vildu tjá sig um málið þegar fréttastofan hafði samband en samkvæmt áreiðanlegum heimildum snerist ágreiningur stjórnarmanna og formanns um stefnu félagsins. Fannst mönnum glannaskapur stjórnarformannsins í rekstrinum heldur of mikill en félagið hefur fjárfest töluvert að undanförnu. Hannes sagði í samtali við fréttastofuna að hann sé ekki sammála því að ósætti hafi ríkt milli stjórnarmanna, menn hafi hins vegar nóg á sinni könnu og þess vegna hafi þessir menn sagt sig úr stjórn. Hannes sagði mörg spennandi verkefni framundan hjá FL Group en félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf. Um hvers konar samstarf verði að ræða hefur þó enn ekki verið ákveðið. Innlent Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Gera má ráð fyrir að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á hluthafafundinum. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær vegna ágreinings við stjórnarformanninn um hvernig best væri að reka fyrirtækið. Það voru þeir Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson sem fyrstir ákváðu að hætta í stjórninni og fylgdi Inga Jóna Þórðardóttir á eftir. Árni Oddur seldi nýverið hlut sinn í fyrirtækinu en Hreggviður og Inga Jóna voru fullltrúar ýmissa eigenda og kom Hreggviður sérstaklega inn í stjórnina á vegum Hannesar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Eftir í stjórninni, auk Hannesar, eru Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar sem að verulegu leyti er í eigu Saxhóls, sem ásamt Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa mynda félagið Saxbygg; Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingafélags Gylfa og Gunnars og þar með aðilli að Saxbygg; og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun hefur Saxbygg selt allt hlutafé sitt í FL Group. Þessir þrír stjórnarmenn hafa því allir setið í stjórn í skjóli hlutafjár sem nú hefur verið selt og því eðlilegt að þeir gangi líka úr stjórninni. Þar með er enginn eftir í henni nema Hannes. Samkvæmt tilkynningum í Kauphöllinni eru kaupendur á bréfum Saxbygg í FL Group Katla - í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar - Hannes, Ingibjörg Pálmadóttir, kennd við Hagkaup, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi. Hvorki Árni Oddur né Hreggviður vildu tjá sig um málið þegar fréttastofan hafði samband en samkvæmt áreiðanlegum heimildum snerist ágreiningur stjórnarmanna og formanns um stefnu félagsins. Fannst mönnum glannaskapur stjórnarformannsins í rekstrinum heldur of mikill en félagið hefur fjárfest töluvert að undanförnu. Hannes sagði í samtali við fréttastofuna að hann sé ekki sammála því að ósætti hafi ríkt milli stjórnarmanna, menn hafi hins vegar nóg á sinni könnu og þess vegna hafi þessir menn sagt sig úr stjórn. Hannes sagði mörg spennandi verkefni framundan hjá FL Group en félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf. Um hvers konar samstarf verði að ræða hefur þó enn ekki verið ákveðið.
Innlent Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira