Engir stofnfjárhlutir SPH seldir 25. júní 2005 00:01 Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru 47. Ríkisútvarpið og Víkurfréttir hafa fullyrt að þrjátíu þeirra hafi í síðustu viku selt 200 þúsund króna hluti sína á 48 milljónir hver með milligöngu Landsbankans í Lúxemborg. Í yfirlýsingu sem barst frá stjórn Sparisjóðsins segir að engin viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréfin. Enn fremur segir að engin beiðni hafi borist frá eigindum um að fá að framselja bréfin. Innanbúðarmenn segja sjóðinn eiga forkaupsrétt á stofnfjárhlutunum og að engin eigendaskipti hafi orðið, eins og haldið hefur verið fram. Þá vaknar sú spurning hvort stofnfjáreigendur hafi einungis fengið tilboð í hluti sína, en frá kaupum hafi ekki verið gengið. Páll Pálsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafnaði viðtali en sagði í samtali við fréttamann að hann vissi ekki til þess að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð. Það virðist því sem Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sé betur upplýstur um gang mála því hann fullyrti í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að hann hafi heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform gangi fram, þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur, þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ef rétt er sýna þeir stofnfjáreigendur sem fengið hafa slíkt gylliboð eftirtektarverða þagmælsku; enginn þeirra hefur stigið fram og sagst hafa fengið tilboð í sinn hlut, né heldur hafa fengist upplýsingar um það hverjir það eru sem ásælast svo mjög stofnfjárhlutina. Fjármálaeftirlitið hefur engu að síður séð ástæðu til að senda öllum stofnfjáreigendunum 47 bréf þar sem þeim er meðal annars gert að svara því fyrir mánaðarmót hvort þeir hafi selt hluti sína í sjóðnum eða fengið í þá tilboð. Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru 47. Ríkisútvarpið og Víkurfréttir hafa fullyrt að þrjátíu þeirra hafi í síðustu viku selt 200 þúsund króna hluti sína á 48 milljónir hver með milligöngu Landsbankans í Lúxemborg. Í yfirlýsingu sem barst frá stjórn Sparisjóðsins segir að engin viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréfin. Enn fremur segir að engin beiðni hafi borist frá eigindum um að fá að framselja bréfin. Innanbúðarmenn segja sjóðinn eiga forkaupsrétt á stofnfjárhlutunum og að engin eigendaskipti hafi orðið, eins og haldið hefur verið fram. Þá vaknar sú spurning hvort stofnfjáreigendur hafi einungis fengið tilboð í hluti sína, en frá kaupum hafi ekki verið gengið. Páll Pálsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafnaði viðtali en sagði í samtali við fréttamann að hann vissi ekki til þess að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð. Það virðist því sem Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sé betur upplýstur um gang mála því hann fullyrti í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að hann hafi heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform gangi fram, þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur, þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ef rétt er sýna þeir stofnfjáreigendur sem fengið hafa slíkt gylliboð eftirtektarverða þagmælsku; enginn þeirra hefur stigið fram og sagst hafa fengið tilboð í sinn hlut, né heldur hafa fengist upplýsingar um það hverjir það eru sem ásælast svo mjög stofnfjárhlutina. Fjármálaeftirlitið hefur engu að síður séð ástæðu til að senda öllum stofnfjáreigendunum 47 bréf þar sem þeim er meðal annars gert að svara því fyrir mánaðarmót hvort þeir hafi selt hluti sína í sjóðnum eða fengið í þá tilboð.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira