Rætt um samkynhneigð á Kirkjudögum 20. júní 2005 00:01 Samkynhneigð, átröskun og jafnrétti er meðal þess sem rætt verður á Kirkjudögum þjóðkirkjunnar á Skölavörðuholtinu um næstu helgi. Gestir hátíðarinnar geta tekið þátt í pílagrímagöngu, listrænum uppákomum, helgiathöfnum og sötrað á kirkjukaffi svo fátt eitt sé nefnt. Yngri kynslóðin getur skoppað um í hoppuköstulum, tekið þátt í Ólympíuleikum undarlegra og ýmsu öðru. Í tilefni af hátíðinni verður svo m.a. opnaður vefurinn kirkjan.is/svör. Pétur Björgvin Þorsteinsson, formaður undirbúningsnefndar Kirkjudaga, segir að þar geti hver sem er lagt fram spurningar og reynt verði eftir bestu getu að svara þeim. Nú þegar séu komnar inn þónokkrar spurningar og svör. Um 40 málstofur verða haldnar í Iðnskólanum og má þar nefna yfirskriftir eins og Þjóðkirkjan og samkynhneigðir, Líkamsmynd okkar, unglingar og átröskun og Samstarfsráð trúarbragða þar sem hlutverk slíks ráðs í íslensku samfélagi verður rætt. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnastjóri upplýsingasviðs Biskupsstofu, segir margar kristnar kirkjur á Íslandi og þá sé búddistar og múslíma einnig að finna hér á landi. Þeim ásamt ásatrúarmönnum og fleirum hafi verið boðið til málstofunnar. Þetta er í annað sinn sem Kirkjudagar eru haldnir en fjórða hvert ár stendur þjóðkirkjan fyrir þessari uppskeruhátíð kirkjustarfsins. Um 400 manns koma skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar í ár og má telja eina 160 dagskrárliði yfir helgina. Boðið verður upp á táknmálstúlkun sem og heimaakstur fyrir fatlaða og hreyfihamlaða svo að enginn ætti að verða út undan. Rúmlega fjögur þúsund manns komu á hátíðina sem haldin var fyrir fjórum árum og aðstandendur hátíðarinnar eru bjartsýnir fyrir næstu helgi. Jafnréttismál Trúmál Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Samkynhneigð, átröskun og jafnrétti er meðal þess sem rætt verður á Kirkjudögum þjóðkirkjunnar á Skölavörðuholtinu um næstu helgi. Gestir hátíðarinnar geta tekið þátt í pílagrímagöngu, listrænum uppákomum, helgiathöfnum og sötrað á kirkjukaffi svo fátt eitt sé nefnt. Yngri kynslóðin getur skoppað um í hoppuköstulum, tekið þátt í Ólympíuleikum undarlegra og ýmsu öðru. Í tilefni af hátíðinni verður svo m.a. opnaður vefurinn kirkjan.is/svör. Pétur Björgvin Þorsteinsson, formaður undirbúningsnefndar Kirkjudaga, segir að þar geti hver sem er lagt fram spurningar og reynt verði eftir bestu getu að svara þeim. Nú þegar séu komnar inn þónokkrar spurningar og svör. Um 40 málstofur verða haldnar í Iðnskólanum og má þar nefna yfirskriftir eins og Þjóðkirkjan og samkynhneigðir, Líkamsmynd okkar, unglingar og átröskun og Samstarfsráð trúarbragða þar sem hlutverk slíks ráðs í íslensku samfélagi verður rætt. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnastjóri upplýsingasviðs Biskupsstofu, segir margar kristnar kirkjur á Íslandi og þá sé búddistar og múslíma einnig að finna hér á landi. Þeim ásamt ásatrúarmönnum og fleirum hafi verið boðið til málstofunnar. Þetta er í annað sinn sem Kirkjudagar eru haldnir en fjórða hvert ár stendur þjóðkirkjan fyrir þessari uppskeruhátíð kirkjustarfsins. Um 400 manns koma skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar í ár og má telja eina 160 dagskrárliði yfir helgina. Boðið verður upp á táknmálstúlkun sem og heimaakstur fyrir fatlaða og hreyfihamlaða svo að enginn ætti að verða út undan. Rúmlega fjögur þúsund manns komu á hátíðina sem haldin var fyrir fjórum árum og aðstandendur hátíðarinnar eru bjartsýnir fyrir næstu helgi.
Jafnréttismál Trúmál Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira