Einhleypir karlar í fjárhagsvanda 12. júní 2005 00:01 MYND/Vísir Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. Á síðasta ári leituðu rúmlega 700 manns til Rágjafarstofu um fjármál heimilanna sem er fækkun frá árinu 2003 þegar meira en 800 manns leituðu þangað vegna fjárhagsvandræða. Athygli vekur að einhleypum körlum í fjárhagsvandræðum virðist hafa fjölgað verulega undanfarin tvö ár. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu, segir þann hóp fara stækkandi og að stofnunin vilji fara að skoða hann nánar. Hún viti af áhuga félagsmálaráðuneytisins til að gera það líka en það sé mjög spennandi að rannsaka þennan hóp. Ásta segir þennan hóp manna gjarnan skulda skatta aftur í tímann sem og meðlög og oft hafi skapast ákveðinn vítahringur sem þeim takist ekki að komast út úr. En það er fleira sem vekur athygli í niðurstöðunum. Ásta segir að nú séu fleiri í leiguhúsnæði heldur en eigin fasteign. Þá vakni sú spurning hvort leigumarkaðurin sé að glæðast. Árið 2002 voru meira en 52 prósent í eigin húsnæði en um 39 prósent í leiguhúsnæði en á síðasta ári höfðu hlutföllin snúist við og þá voru mun fleiri í leiguhúsnæði. Ráðgjafarstofan hefur gefið út viðmiðunartöflu um framfærslukostnað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þeim sem leita til ráðgjafastofunnar er sniðinn ansi þröngur stakkur. Til að mynda á einstaklingur að geta komist af með ríflega 37 þúsund krónur á mánuði að undanskildu húsnæði og samgöngum. Ásta leggur þó áherslu á að viðmiðunin eigi bara við um einstaklinga í verulegum fjárhagsvandræðum og engum sé ætlað að notast við hana til lengri tíma. Aðspurð hvort einhver nái að lifa á þessari upphæð segir Ásta að eflaust geri einhver það en sá lifi væntanlega ekki við góðan kost. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. Á síðasta ári leituðu rúmlega 700 manns til Rágjafarstofu um fjármál heimilanna sem er fækkun frá árinu 2003 þegar meira en 800 manns leituðu þangað vegna fjárhagsvandræða. Athygli vekur að einhleypum körlum í fjárhagsvandræðum virðist hafa fjölgað verulega undanfarin tvö ár. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu, segir þann hóp fara stækkandi og að stofnunin vilji fara að skoða hann nánar. Hún viti af áhuga félagsmálaráðuneytisins til að gera það líka en það sé mjög spennandi að rannsaka þennan hóp. Ásta segir þennan hóp manna gjarnan skulda skatta aftur í tímann sem og meðlög og oft hafi skapast ákveðinn vítahringur sem þeim takist ekki að komast út úr. En það er fleira sem vekur athygli í niðurstöðunum. Ásta segir að nú séu fleiri í leiguhúsnæði heldur en eigin fasteign. Þá vakni sú spurning hvort leigumarkaðurin sé að glæðast. Árið 2002 voru meira en 52 prósent í eigin húsnæði en um 39 prósent í leiguhúsnæði en á síðasta ári höfðu hlutföllin snúist við og þá voru mun fleiri í leiguhúsnæði. Ráðgjafarstofan hefur gefið út viðmiðunartöflu um framfærslukostnað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þeim sem leita til ráðgjafastofunnar er sniðinn ansi þröngur stakkur. Til að mynda á einstaklingur að geta komist af með ríflega 37 þúsund krónur á mánuði að undanskildu húsnæði og samgöngum. Ásta leggur þó áherslu á að viðmiðunin eigi bara við um einstaklinga í verulegum fjárhagsvandræðum og engum sé ætlað að notast við hana til lengri tíma. Aðspurð hvort einhver nái að lifa á þessari upphæð segir Ásta að eflaust geri einhver það en sá lifi væntanlega ekki við góðan kost.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira