San Antonio 1 - Detroit 0 10. júní 2005 00:01 Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. Detroit byrjaði vel í leiknum og náði ágætri forystu í snemma, sem þeir héldu fram í síðari hálfleikinn. Þá var hinsvegar komið að þætti Ginobili, sem hitti úr 9 af 10 skotum sínum í hálfleiknum, ýmist úr gegnumbrotum eða langskotum. Tim Duncan átti einnig góðan leik fyrir San Antonio og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Tony Parker bætti við 15 stigum og olli varnarmönnum Detroit vandræðum með hraða sínum, rétt eins og Ginobili, sem keyrði óhræddur inn í teig Pistons hvað eftir annað. "Ég náði mér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og vildi því reyna að vera grimmari í þeim síðari. Það tókst og ég fékk fljótlega á tilfinninguna að ég gæti ekki misst marks. Þetta eru úrslitin og þar verður maður að tjalda öllu. Ég gerði það svo sannarlega í kvöld og ég held að þetta hafi verið einn af mínum bestu leikjum í vetur," sagði Argentínumaðurinn knái. Stigaskorið í leiknum var það fjórða lægsta í úrslitakeppninni frá upphafi, en báðum liðum var mikið í mun að láta til sín taka í varnarleiknum, sem er þeirra sterkasta hlið. Tim Duncan viðurkenndi að hann og félagar hans hefðu verið dálítið ryðgaðir í byrjun, en sagði þá verða fljóta að hrista það af sér. "Við vissum að þetta yrði mikill baráttuleikur, því þeir eru gríðarlega sterkt varnarlið. Við vorum dálítla stund að koma okkur í gang, því við höfum ekki spilað svo lengi og mér fannst fyrri hálfleikurinn bera þess glögglega merki. Ég kúðraði troðslu og það var dálítið til marks um það hvað við vorum ryðgaðir. Síðan lét ég leikinn bara koma til mín hægt og rólega," sagði Duncan. "Við spiluðum hörkuvörn í síðari hálfleiknum og gerðum það sem við þurftum að gera til að vinna. Ég á hinsvegar ekki orð yfir því hvernig Manu spilaði í sókninni undir lokin. Hann var ótrúlegur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. DETROITSAN ANTONIOStig6984Skot/skot reynd29-77 (.377)34-79 (.430)3ja stiga skot/skot reynd1-6 (.167)4-13 (.308)Vítanýting10-14 (.714)12-15 (.800)Fráköst (sókn/heildar)11-3515-49Stoðsendingar1512Tapaðir boltar1215Stolnir boltar123Varin skot108Stig úr hraðaupphlaupum128Villur (Tækni/ásetnings)19 (1/0)17 (0/0)Stærsta forysta í leik (stig)1317Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 26 stig (9 frák), Tim Duncan 24 stig (17 frák), Tony Parker 15 stig, Nazr Mohammed 10 stig (7 frák), Robert Horry 7 stig, Glenn Robinson 2 stig (3 varin, lék 6 mínútur).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (6 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Rasheed Wallace 6 stig (8 frák), Ben Wallace 5 stig (7 frák), Antonio McDyess 2 stig (7 frák), Lindsay Hunter 2 stig, Carlos Arroyo 2 stig, Darvin Ham 2 stig. NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. Detroit byrjaði vel í leiknum og náði ágætri forystu í snemma, sem þeir héldu fram í síðari hálfleikinn. Þá var hinsvegar komið að þætti Ginobili, sem hitti úr 9 af 10 skotum sínum í hálfleiknum, ýmist úr gegnumbrotum eða langskotum. Tim Duncan átti einnig góðan leik fyrir San Antonio og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Tony Parker bætti við 15 stigum og olli varnarmönnum Detroit vandræðum með hraða sínum, rétt eins og Ginobili, sem keyrði óhræddur inn í teig Pistons hvað eftir annað. "Ég náði mér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og vildi því reyna að vera grimmari í þeim síðari. Það tókst og ég fékk fljótlega á tilfinninguna að ég gæti ekki misst marks. Þetta eru úrslitin og þar verður maður að tjalda öllu. Ég gerði það svo sannarlega í kvöld og ég held að þetta hafi verið einn af mínum bestu leikjum í vetur," sagði Argentínumaðurinn knái. Stigaskorið í leiknum var það fjórða lægsta í úrslitakeppninni frá upphafi, en báðum liðum var mikið í mun að láta til sín taka í varnarleiknum, sem er þeirra sterkasta hlið. Tim Duncan viðurkenndi að hann og félagar hans hefðu verið dálítið ryðgaðir í byrjun, en sagði þá verða fljóta að hrista það af sér. "Við vissum að þetta yrði mikill baráttuleikur, því þeir eru gríðarlega sterkt varnarlið. Við vorum dálítla stund að koma okkur í gang, því við höfum ekki spilað svo lengi og mér fannst fyrri hálfleikurinn bera þess glögglega merki. Ég kúðraði troðslu og það var dálítið til marks um það hvað við vorum ryðgaðir. Síðan lét ég leikinn bara koma til mín hægt og rólega," sagði Duncan. "Við spiluðum hörkuvörn í síðari hálfleiknum og gerðum það sem við þurftum að gera til að vinna. Ég á hinsvegar ekki orð yfir því hvernig Manu spilaði í sókninni undir lokin. Hann var ótrúlegur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. DETROITSAN ANTONIOStig6984Skot/skot reynd29-77 (.377)34-79 (.430)3ja stiga skot/skot reynd1-6 (.167)4-13 (.308)Vítanýting10-14 (.714)12-15 (.800)Fráköst (sókn/heildar)11-3515-49Stoðsendingar1512Tapaðir boltar1215Stolnir boltar123Varin skot108Stig úr hraðaupphlaupum128Villur (Tækni/ásetnings)19 (1/0)17 (0/0)Stærsta forysta í leik (stig)1317Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 26 stig (9 frák), Tim Duncan 24 stig (17 frák), Tony Parker 15 stig, Nazr Mohammed 10 stig (7 frák), Robert Horry 7 stig, Glenn Robinson 2 stig (3 varin, lék 6 mínútur).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (6 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Rasheed Wallace 6 stig (8 frák), Ben Wallace 5 stig (7 frák), Antonio McDyess 2 stig (7 frák), Lindsay Hunter 2 stig, Carlos Arroyo 2 stig, Darvin Ham 2 stig.
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira