Sameining kemur ekki til greina 9. júní 2005 00:01 Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, telur sína blokk í bankanum enn hafa meirihluta, þrátt fyrir að Burðarás sé orðinn þriðji stærsti hluthafinn í bankanum eftir stórviðskipti í gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir valdasamþjöppun í bankageiranum slæm tíðindi og telur ekki koma til greina að Landsbanki og Íslandsbanki sameinist. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um það hvort Straumsmenn, og þar með Landsbankinn, sé kominn með undirtökin í Íslandsbanka eftir kaup Burðaráss á fjögurra prósenta hlut í bankanum í gær. Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, er hins vegar ekki í vafa. Hann segir valdahlutföll ekki hafa breyst. Aðspurður hvort átökin milli þessara tveggja meginblokka hluthafa í Íslandsbanka séu jafn hörð og af er látið segist Einar telja að meira sé gert úr þeim en efni standi til. Ef allt væri logandi þá hefði bankinn ekki náð þeim árangri sem hann hefði náð. „Síðastliðið ár var besta ár í sögu bankans nokkurn tíma og það er áframhaldandi góður árangur. Menn geta ekki bæði unnið vinnuna sína og staðið í slagsmálum. Ég held að það liggi í augum uppi,“ segir Einar. Það verður þó ekki fram hjá því horft að eigendur Landsbankans hafa styrkt stöðu sína verulega innan Íslandsbanka. Spurður hvort komi til greina að sameina þessa tvo banka segir Einar það hæpið. „Þá myndi virkilega eiga sér stað blóðbað. En það er alveg ljóst að Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína,“ segir Einar. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af valdasamþjöppun í bankakerfinu. Hún segir það ekki góð tíðindi ef sömu aðilar eigi Íslandsbanka og Landsbanka, kannski með það í huga að sameina þá. Þegar rætt hafi verið um hugsanlega sameiningu tveggja banka fyrir nokkrum árum hafi svör samkeppnisyfirvalda verið þau að slíkt samræmdist ekki samkeppnislögum. Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, telur sína blokk í bankanum enn hafa meirihluta, þrátt fyrir að Burðarás sé orðinn þriðji stærsti hluthafinn í bankanum eftir stórviðskipti í gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir valdasamþjöppun í bankageiranum slæm tíðindi og telur ekki koma til greina að Landsbanki og Íslandsbanki sameinist. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um það hvort Straumsmenn, og þar með Landsbankinn, sé kominn með undirtökin í Íslandsbanka eftir kaup Burðaráss á fjögurra prósenta hlut í bankanum í gær. Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, er hins vegar ekki í vafa. Hann segir valdahlutföll ekki hafa breyst. Aðspurður hvort átökin milli þessara tveggja meginblokka hluthafa í Íslandsbanka séu jafn hörð og af er látið segist Einar telja að meira sé gert úr þeim en efni standi til. Ef allt væri logandi þá hefði bankinn ekki náð þeim árangri sem hann hefði náð. „Síðastliðið ár var besta ár í sögu bankans nokkurn tíma og það er áframhaldandi góður árangur. Menn geta ekki bæði unnið vinnuna sína og staðið í slagsmálum. Ég held að það liggi í augum uppi,“ segir Einar. Það verður þó ekki fram hjá því horft að eigendur Landsbankans hafa styrkt stöðu sína verulega innan Íslandsbanka. Spurður hvort komi til greina að sameina þessa tvo banka segir Einar það hæpið. „Þá myndi virkilega eiga sér stað blóðbað. En það er alveg ljóst að Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína,“ segir Einar. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af valdasamþjöppun í bankakerfinu. Hún segir það ekki góð tíðindi ef sömu aðilar eigi Íslandsbanka og Landsbanka, kannski með það í huga að sameina þá. Þegar rætt hafi verið um hugsanlega sameiningu tveggja banka fyrir nokkrum árum hafi svör samkeppnisyfirvalda verið þau að slíkt samræmdist ekki samkeppnislögum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira