Miami 3 - Detroit 4 7. júní 2005 00:01 Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. Tapið hefur eflaust verið leikmönnum Miami ansi sárt, því mikil meiðsli höfðu áhrif á leik þeirra í síðustu leikjum og ómögulegt að segja hvernig hefði farið ef t.a.m. Dwayne Wade hefði geta beitt sér að fullu, því eftir að hafa sleppt sjötta leiknum, lék hann með í gær og skoraði 20 stig en var langt frá sínum leik vegna sársaukans. Sama má í raun segja um Shaquille O´Neal sem aldrei var á 100% keyrslu í úrslitakeppninni, en auk hans voru þeir Eddie Jones, Damon Jones og Udonis Haslem allir að berjast við þrálát meiðsli. Ekkert má þó taka frá meisturum Detroit Pistons, sem virðast aðlaga sig að hverjum andstæðingi fyrir sig og gera það sem þeir þurfa til að vinna. Yfirvegun meistaranna og reynsla skein í gegn í leik þeirra í gær, því þeir héldu haus þrátt fyrir góð áhlaup Miami á lokasprettinum og til marks um það hittu þeir Chauncey Billups og Rasheed Wallace úr öllum vítaskotum sínum á lokaaugnablikunum, sem kórónaði einbeitingu liðsins. "Svona gerum við þetta, svona gerum við þetta," hrópaði Rip Hamilton inni í búningsklefanum eftir leikinn og átti við seiglu meistaranna, sem virðast alltaf standast pressuna þegar mest á reynir. "Ég kem frá litlum bæ í Pennsylvania og það að vera á leið í annan úrslitaleikinn minn 27 ára gamall er ótrúleg tilfinning - það verður ekki miki betra," sagði Hamilton. Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 27 stig (9 frák), Dwayne Wade 20 stig, Udonis Haslem 13 stig (10 frák), Eddie Jones 10 stig (7 frák), Keyon Dooling 6 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 22 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig (7 frák), Chauncey Billups 18 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig. NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. Tapið hefur eflaust verið leikmönnum Miami ansi sárt, því mikil meiðsli höfðu áhrif á leik þeirra í síðustu leikjum og ómögulegt að segja hvernig hefði farið ef t.a.m. Dwayne Wade hefði geta beitt sér að fullu, því eftir að hafa sleppt sjötta leiknum, lék hann með í gær og skoraði 20 stig en var langt frá sínum leik vegna sársaukans. Sama má í raun segja um Shaquille O´Neal sem aldrei var á 100% keyrslu í úrslitakeppninni, en auk hans voru þeir Eddie Jones, Damon Jones og Udonis Haslem allir að berjast við þrálát meiðsli. Ekkert má þó taka frá meisturum Detroit Pistons, sem virðast aðlaga sig að hverjum andstæðingi fyrir sig og gera það sem þeir þurfa til að vinna. Yfirvegun meistaranna og reynsla skein í gegn í leik þeirra í gær, því þeir héldu haus þrátt fyrir góð áhlaup Miami á lokasprettinum og til marks um það hittu þeir Chauncey Billups og Rasheed Wallace úr öllum vítaskotum sínum á lokaaugnablikunum, sem kórónaði einbeitingu liðsins. "Svona gerum við þetta, svona gerum við þetta," hrópaði Rip Hamilton inni í búningsklefanum eftir leikinn og átti við seiglu meistaranna, sem virðast alltaf standast pressuna þegar mest á reynir. "Ég kem frá litlum bæ í Pennsylvania og það að vera á leið í annan úrslitaleikinn minn 27 ára gamall er ótrúleg tilfinning - það verður ekki miki betra," sagði Hamilton. Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 27 stig (9 frák), Dwayne Wade 20 stig, Udonis Haslem 13 stig (10 frák), Eddie Jones 10 stig (7 frák), Keyon Dooling 6 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 22 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig (7 frák), Chauncey Billups 18 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig.
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira