Viðskipti innlent

Endurfjármögnun SÍF lokið

Um fimmtíu prósenta umframeftirspurn var eftir lánum við endurfjármögnun SÍF sem nú er formlega lokið, en umsjónarbankarnir KB banki og Bank of Scotland seldu hluta láns félagsins til sjö banka og fjögurra fjárfestingasjóða. Fram kemur í tilkynningu frá SÍF að 13 bankar og fjárfestingarsjóðir standi nú að sambankaláni SÍF og er heildarlánsfjárhæðin nú 262,4 milljónir evra en upphafleg lánsfjárhæð var 290 milljónir evra. Sambankalánið er samsett af bæði langtímaláni og veltufjármögnun. Segir enn fremur í tilkynningunni að þessi mikli áhugi banka á að lána SÍF sé til marks um það traust sem bankar hafa á félaginu og framtíðaráformum þess.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×