Miami 3 - Detroit 2 3. júní 2005 00:01 Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. Dwayne Wade tognaði á vöðva við rifbein og þurfti að yfirgefa völlinn sárkvalinn í þriðja leikhluta, en það kom ekki að sök í gær því varamenn liðsins skiluðu sínu og rúmlega það. Óvíst er hvort Wade getur leikið með í næsta leik og það yrði svo sannarlega skarð fyrir skyldi. "Þessu fylgir mikill sársauki og honum líður eins og sé verið að stinga hann þegar hann dregur andann. Við verðum bara að bíða og sjá," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. "Ég gat ekki hreyft mig til hliðanna, bara hlaupið beint áfram. Vonandi næ ég mér fljótt," sagði Dwayne Wade eftir leikinn. "Það var einfaldlega meiri orka í þeim í kvöld en í okkur. Stóru mennirnir okkar fengu engin hraðaupphlaup í kvöld eins og síðast og þeir voru bara betri en við," sagði Larry Brown, óvenju æðrulaus, því lið hans var á löngum köflum skelfilegt í sóknarleiknum. Þeir Udonis Haslem, Caron Butler og Damon Jones léku allir eins og englar fyrir Miami í gær og liðið getur þakkað þeim sigurinn. Shaquille O´Neal var þokkalegur í sóknarleiknum framan af og vildi tileinka frammistöðu sína George Mikan sem lést á miðvikudagskvöldið, en hann var fyrsta stórstjarnan í NBA deildinni. Ljóst er að meistarar Detroit verða að gyrða sig í brók ef þeir ætla ekki að falla úr keppni og fastlega má búast við að þeir mæti dýrvitlausir til leiks á heimavelli í næsta leik. Miami eru mjög háðir heilsu Dwayne Wade og það er alls óvíst að þeir geti unnið annan leik í röð ef bæði Shaquille O´Neal og Dwayne Wade eru að leika á hálfum styrk. Atkvæðamestir hjá Miami:Shaquille O´Neal 20 stig, Damon Jones 15 stig (6 stoðs), Dwayne Wade 15 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák), Rasual Butler 12, Eddie Jones 7 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Chauncey Billups 19 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Ben Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 5 stig. NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. Dwayne Wade tognaði á vöðva við rifbein og þurfti að yfirgefa völlinn sárkvalinn í þriðja leikhluta, en það kom ekki að sök í gær því varamenn liðsins skiluðu sínu og rúmlega það. Óvíst er hvort Wade getur leikið með í næsta leik og það yrði svo sannarlega skarð fyrir skyldi. "Þessu fylgir mikill sársauki og honum líður eins og sé verið að stinga hann þegar hann dregur andann. Við verðum bara að bíða og sjá," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. "Ég gat ekki hreyft mig til hliðanna, bara hlaupið beint áfram. Vonandi næ ég mér fljótt," sagði Dwayne Wade eftir leikinn. "Það var einfaldlega meiri orka í þeim í kvöld en í okkur. Stóru mennirnir okkar fengu engin hraðaupphlaup í kvöld eins og síðast og þeir voru bara betri en við," sagði Larry Brown, óvenju æðrulaus, því lið hans var á löngum köflum skelfilegt í sóknarleiknum. Þeir Udonis Haslem, Caron Butler og Damon Jones léku allir eins og englar fyrir Miami í gær og liðið getur þakkað þeim sigurinn. Shaquille O´Neal var þokkalegur í sóknarleiknum framan af og vildi tileinka frammistöðu sína George Mikan sem lést á miðvikudagskvöldið, en hann var fyrsta stórstjarnan í NBA deildinni. Ljóst er að meistarar Detroit verða að gyrða sig í brók ef þeir ætla ekki að falla úr keppni og fastlega má búast við að þeir mæti dýrvitlausir til leiks á heimavelli í næsta leik. Miami eru mjög háðir heilsu Dwayne Wade og það er alls óvíst að þeir geti unnið annan leik í röð ef bæði Shaquille O´Neal og Dwayne Wade eru að leika á hálfum styrk. Atkvæðamestir hjá Miami:Shaquille O´Neal 20 stig, Damon Jones 15 stig (6 stoðs), Dwayne Wade 15 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák), Rasual Butler 12, Eddie Jones 7 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Chauncey Billups 19 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Ben Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 5 stig.
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira