Miami 3 - Detroit 2 3. júní 2005 00:01 Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. Dwayne Wade tognaði á vöðva við rifbein og þurfti að yfirgefa völlinn sárkvalinn í þriðja leikhluta, en það kom ekki að sök í gær því varamenn liðsins skiluðu sínu og rúmlega það. Óvíst er hvort Wade getur leikið með í næsta leik og það yrði svo sannarlega skarð fyrir skyldi. "Þessu fylgir mikill sársauki og honum líður eins og sé verið að stinga hann þegar hann dregur andann. Við verðum bara að bíða og sjá," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. "Ég gat ekki hreyft mig til hliðanna, bara hlaupið beint áfram. Vonandi næ ég mér fljótt," sagði Dwayne Wade eftir leikinn. "Það var einfaldlega meiri orka í þeim í kvöld en í okkur. Stóru mennirnir okkar fengu engin hraðaupphlaup í kvöld eins og síðast og þeir voru bara betri en við," sagði Larry Brown, óvenju æðrulaus, því lið hans var á löngum köflum skelfilegt í sóknarleiknum. Þeir Udonis Haslem, Caron Butler og Damon Jones léku allir eins og englar fyrir Miami í gær og liðið getur þakkað þeim sigurinn. Shaquille O´Neal var þokkalegur í sóknarleiknum framan af og vildi tileinka frammistöðu sína George Mikan sem lést á miðvikudagskvöldið, en hann var fyrsta stórstjarnan í NBA deildinni. Ljóst er að meistarar Detroit verða að gyrða sig í brók ef þeir ætla ekki að falla úr keppni og fastlega má búast við að þeir mæti dýrvitlausir til leiks á heimavelli í næsta leik. Miami eru mjög háðir heilsu Dwayne Wade og það er alls óvíst að þeir geti unnið annan leik í röð ef bæði Shaquille O´Neal og Dwayne Wade eru að leika á hálfum styrk. Atkvæðamestir hjá Miami:Shaquille O´Neal 20 stig, Damon Jones 15 stig (6 stoðs), Dwayne Wade 15 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák), Rasual Butler 12, Eddie Jones 7 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Chauncey Billups 19 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Ben Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 5 stig. NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. Dwayne Wade tognaði á vöðva við rifbein og þurfti að yfirgefa völlinn sárkvalinn í þriðja leikhluta, en það kom ekki að sök í gær því varamenn liðsins skiluðu sínu og rúmlega það. Óvíst er hvort Wade getur leikið með í næsta leik og það yrði svo sannarlega skarð fyrir skyldi. "Þessu fylgir mikill sársauki og honum líður eins og sé verið að stinga hann þegar hann dregur andann. Við verðum bara að bíða og sjá," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. "Ég gat ekki hreyft mig til hliðanna, bara hlaupið beint áfram. Vonandi næ ég mér fljótt," sagði Dwayne Wade eftir leikinn. "Það var einfaldlega meiri orka í þeim í kvöld en í okkur. Stóru mennirnir okkar fengu engin hraðaupphlaup í kvöld eins og síðast og þeir voru bara betri en við," sagði Larry Brown, óvenju æðrulaus, því lið hans var á löngum köflum skelfilegt í sóknarleiknum. Þeir Udonis Haslem, Caron Butler og Damon Jones léku allir eins og englar fyrir Miami í gær og liðið getur þakkað þeim sigurinn. Shaquille O´Neal var þokkalegur í sóknarleiknum framan af og vildi tileinka frammistöðu sína George Mikan sem lést á miðvikudagskvöldið, en hann var fyrsta stórstjarnan í NBA deildinni. Ljóst er að meistarar Detroit verða að gyrða sig í brók ef þeir ætla ekki að falla úr keppni og fastlega má búast við að þeir mæti dýrvitlausir til leiks á heimavelli í næsta leik. Miami eru mjög háðir heilsu Dwayne Wade og það er alls óvíst að þeir geti unnið annan leik í röð ef bæði Shaquille O´Neal og Dwayne Wade eru að leika á hálfum styrk. Atkvæðamestir hjá Miami:Shaquille O´Neal 20 stig, Damon Jones 15 stig (6 stoðs), Dwayne Wade 15 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák), Rasual Butler 12, Eddie Jones 7 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Chauncey Billups 19 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Ben Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 5 stig.
NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira