Viðskipti innlent

Selur ríkisfyrirtækjum olíu

Nýjasta íslenska olíufélagið seldi sína fyrstu olíu í morgun. Það er fyrirtækið Íslensk olíumiðlun, sem er í eigu Íslendinga og dansks fyrirtækis, sem hefur sérhæft sig í þjónustu við skip á hafi úti. Íslensk olíumiðlun er með birgðastöð í Neskakupstað og er eingöngu í sölu olíu á skip. Fyrir nokkrum dögum voru tankar fyrirtækisins í Neskaupstað fylltir og fyrsti viðskiptavinurinn var afgreiddur í dag en það var hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson. Nýja félagið skaut reyndar keppinautunum aftur fyrir sig í útboði síðasta haust með því að eiga hagstæðasta tilboðið í skipagasolíu á Austfjörðum þegar kaup á eldsneyti og olíur fyrir skip og flugvélar fyrir Landhelgisgæsluna, Hafrannsóknarstofnina og Flugmálastjórn voru boðin út. Samið var við Skeljung í öllu nema því sem Íslensk olíumiðlun var að bjóða, það er skipaþjónustu á Austurlandi. Í dag eru ekki uppi áform um að koma upp birgðastöðum víðar á landinu eða fara út í sölu bensíns heldur frekar stefnt að því að efla starfsemina í Neskaupstað. Ástæðan fyrir því að höfnin í Neskaupstað var valin er að það er ein aflahæsta höfn landsins og mikið er um skipakomur þangað, bæði innlendra og erlendra skipa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×