Miami 2 - Detroit 1 30. maí 2005 00:01 Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Dwayne Wade ætlaði að halda uppteknum hætti gegn Detroit í úrslitakeppninni og hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleiknum. Hann hitti mjög vel og Detroit réði ekkert við hann þegar hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Shaquille O´Neal var einnig sterkur framan af leik. Í síðari hálfleiknum lentu margir af leikmönnum liðanna í villuvandræðum og Detroit kom sér í prýðilega aðstöðu til að gera út um leikinn undir lokin, þegar Wade þurfti að setjast á bekkinn með fimm villur. Þeir lentu hinsvegar í miklum vandræðum í sóknarleiknum og gátu ekki skorað þegar þeir þurftu á því að halda, sem fór mjög í taugarnar á þeim. Rasheed Wallace og Chauncey Billups nældu sér í tæknivillur fyrir að röfla í dómurunum og Eddie Jones stóð sig eins og hetja í sóknarleik Miami, sem nýtti vítin sín í lokin og landaði mikilvægum sigri. "Við hrundum bara í lokin og núna er allt of mikilvægur tími til að vera að detta svona niður í lokin. Við létum litla hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur og það var okkur dýrt. Við erum allt of gott lið til að vera að haga okkur svona" sagði Richard Hamilton sem var stigahæstur heimamanna í leiknum. "Við misstum okkur þarna í lokin og eyðilögðum tækifærið sem við fengum til að vinna leikinn," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú er sterklega orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Cleveland Cavaliers. Shaquille O´Neal lauk leik með 24 stig og hitti óvænt úr öllum sex vítaskotum sínum í fjórða leikhlutanum þegar allt var undir. "Ég er að skána af meiðslunum með hverjum leiknum sem líður," sagði O´Neal, sem er enn langt frá fullri heilsu. "Félagar mínir eru eins og vinnubýflugur að vernda kónginn sinn. Ég er kóngabýfluga, ekki drottningarbýfluga," sagði hinn ofur-heimspekilegi O´Neal eftir leikinn. "Shaq var frábær í kvöld. Ég sagði honum fyrir leikinn að við þyrftum á honum að halda og það stóð ekki á því. Hann hjálpaði okkur að koma í þetta óvinveitta umhverfi og stela sigrinum, þrátt fyrir meiðsli. Þetta lýsir honum vel sem leikmanni," sagði Dwayne Wade um félaga sinn. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 33 stig, Tayshaun Prince 18 stig, Chauncey Billups 18 stig (6 frák), Rasheed Wallace 13 stig (8 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák), Ben Wallace 8 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 36 stig (7 frák), Shaquille O´Neal 24 stig (6 frák, 5 stoðs), Eddie Jones 19 stig, Rashual Butler 9 stig, Damon Jones 8 stig (7 frák, 5 stoðs), Keyon Dooling 7 stig, Udonis Haslem 6 stig. NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Fleiri fréttir Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Dwayne Wade ætlaði að halda uppteknum hætti gegn Detroit í úrslitakeppninni og hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleiknum. Hann hitti mjög vel og Detroit réði ekkert við hann þegar hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Shaquille O´Neal var einnig sterkur framan af leik. Í síðari hálfleiknum lentu margir af leikmönnum liðanna í villuvandræðum og Detroit kom sér í prýðilega aðstöðu til að gera út um leikinn undir lokin, þegar Wade þurfti að setjast á bekkinn með fimm villur. Þeir lentu hinsvegar í miklum vandræðum í sóknarleiknum og gátu ekki skorað þegar þeir þurftu á því að halda, sem fór mjög í taugarnar á þeim. Rasheed Wallace og Chauncey Billups nældu sér í tæknivillur fyrir að röfla í dómurunum og Eddie Jones stóð sig eins og hetja í sóknarleik Miami, sem nýtti vítin sín í lokin og landaði mikilvægum sigri. "Við hrundum bara í lokin og núna er allt of mikilvægur tími til að vera að detta svona niður í lokin. Við létum litla hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur og það var okkur dýrt. Við erum allt of gott lið til að vera að haga okkur svona" sagði Richard Hamilton sem var stigahæstur heimamanna í leiknum. "Við misstum okkur þarna í lokin og eyðilögðum tækifærið sem við fengum til að vinna leikinn," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú er sterklega orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Cleveland Cavaliers. Shaquille O´Neal lauk leik með 24 stig og hitti óvænt úr öllum sex vítaskotum sínum í fjórða leikhlutanum þegar allt var undir. "Ég er að skána af meiðslunum með hverjum leiknum sem líður," sagði O´Neal, sem er enn langt frá fullri heilsu. "Félagar mínir eru eins og vinnubýflugur að vernda kónginn sinn. Ég er kóngabýfluga, ekki drottningarbýfluga," sagði hinn ofur-heimspekilegi O´Neal eftir leikinn. "Shaq var frábær í kvöld. Ég sagði honum fyrir leikinn að við þyrftum á honum að halda og það stóð ekki á því. Hann hjálpaði okkur að koma í þetta óvinveitta umhverfi og stela sigrinum, þrátt fyrir meiðsli. Þetta lýsir honum vel sem leikmanni," sagði Dwayne Wade um félaga sinn. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 33 stig, Tayshaun Prince 18 stig, Chauncey Billups 18 stig (6 frák), Rasheed Wallace 13 stig (8 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák), Ben Wallace 8 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 36 stig (7 frák), Shaquille O´Neal 24 stig (6 frák, 5 stoðs), Eddie Jones 19 stig, Rashual Butler 9 stig, Damon Jones 8 stig (7 frák, 5 stoðs), Keyon Dooling 7 stig, Udonis Haslem 6 stig.
NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Fleiri fréttir Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira