Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS 29. maí 2005 00:01 Hinn 29. ágúst var tilkynnt um sölu Landsbankans á hlut sínum í tryggingafélaginu VÍS til S-hópsins en Landsbankinn hafði frá 1997 átt helmingshlut í VÍS á móti S-hópnum. Þegar salan fór fram var söluferli Landsbankans komin langt á veg og var S-hópurinn einn hinna þriggja hópa sem framkvæmdanefnd um einkavæðingu var í viðræðum við um kaupin á hlut ríkisins í bankanum. Samson, sem síðar var valinn sem kaupandi að Landsbankanum, gagnrýndi sölu VÍS opinberlega, meðal annars á þeim forsendum að sala á eign Landsbankans í VÍS hefði farið fram í miðju einkavæðingarferli bankans. Björgólfur Thor sagði í viðtali í Morgunblaðinu 31. ágúst að það væri ekki bara tímasetningin á sölunni sem honum þætti furðuleg. "Mér finnst líka undarlegt að samkeppnisaðilar um kaup á hlut í Landsbankanum séu að kaupa út og stokka upp eignir bankans á sama tíma og þeir eru í samkeppni við okkur," sagði Björgólfur. Haft var eftir Björgólfi Thor að ekki hefðu sömu jafnræðisreglur verið látnar gilda um söluna á VÍS og söluna á Landsbankanum. Þegar Samson-hópurinn hafi lýst áhuga sínum á að kaupa Landsbankann hafi verið ákveðið að auglýsa bankann til sölu, en það hafi ekki verið gert varðandi VÍS. "Þegar ekki er leitað fleiri kaupenda getur það haft áhrif á verðmætið," sagði Björgólfur Thor. "Þetta er nákvæmlega það sama og talað var um þegar menn vildu auglýsa hlutinn í bankanum þegar við sýndum áhuga. Þá var sagt að jafnræðisregla yrði að gilda, en hún virðist ekki gilda um sölu á hlutnum í VÍS. Hann er bara seldur einum hópi en ekki auglýstur til sölu, að minnsta kosti ekki beint. Það eru ekki sömu vinnubrögð við þessa sölu eins og þegar ríkið er að selja hlut sinn í bankanum," sagði hann. Ætluðu að setja félagið á markað Skömmu áður, eða 12. júlí, hafði hlutafé í VÍS verið skráð á tilboðsmarkaði Kauphallarinnar. Í skráningarlýsingunni kom meðal annars fram að það væri "yfirlýst stefna Landsbankans að minnka hlut sinn í VÍS en verða meðal kjölfestufjárfesta í félaginu." Þetta var í samræmi við samkomulag sem Landsbankinn og S-hópurinn gerðu sín á milli árið áður um að félagið yrði skráð á markað. Í nóvember 2001 var nýtt hlutafé útgefið og selt starfsmönnum VÍS. Ætlunin var að í framhaldi af því yrði allt hlutafé í VÍS, að undanskildum 25 prósenta hlut sem Landsbankinn ætlaði að halda eftir sem stofnfjárfestir. Eigendahóparnir tveir, Landsbankinn og S-hópurinn, höfðu um langa hríð tekist á um yfirráðin í VÍS. Frá því að Landsbankinn keypti helgmingshlut Brunabótafélags Íslands í VÍS í mars 1997 hafði eigendahópinn greint á um framtíðaráætlanir fyrirtækisins. Markmið Landsbankamanna var að skrá VÍS á hlutabréfamarkaði, en segja að ekki hafi verið vilji hjá S-hópnum fyrir því. Einna helst hafi Axel Gíslason, þáverandi forstjóri VÍS, og Geir Magnússon, þáverandi forstjóri Olíufélagsins og Kers, sett sig upp á móti skráningunni. Axel og Geir eru sagðir ekki hafa vilja sleppa tökunum á VÍS nema frekari breytingar yrðu gerðar. Þær fælust í því að þegar búið væri að gera VÍS að hlutafélagi yrði VÍS og Landsbankinn sameinaður og Landsbankinn fengi greiðslu í formi hlutabréfa í VÍS. Landsbankamenn voru þessu mótfallnir og töldu að með þessu væri verið að fara bakdyramegin að einkavæðingu Landsbankans. Það var ekki fyrr en 2001 að samstaða náðist um þá fyrirætlan að setja VÍS á markað. En frásagnirnar af því sem á eftir kom eru afar ólíkar eftir því hvort þær eiga rætur sínar að rekja til Landsbankamanna eða S-hópsins. Segja óeiningu innan S-hópsins Landsbankamenn halda því fram að á þessum tíma hafi verið orðin mikil óeining innan S-hópsins. Ólafur Ólafsson hafi verið farinn að seilast eftir meiri áhrifum og mikil togstreita hafi verið innan hópsins. Axel og Geir annars vegar og Ólafur hins vegar hafi til að mynda haft ólík viðhorf til þess að VÍS yrði skráð á markað. Ólafur hafi verið hlynntur því en Axel og Geir hafi verið því mótfallnir. Þá er því haldið fram að aldrei hafi ríkt sérstakir kærleiksstraumar á milli Ólafs og Axels. Kastast hafi í kekki þeirra á milli þegar Axel neitaði Ólafi um að beita Keri vegna kaupa Ólafs í SÍF og Íslenskum sjávarafurðum. Hins vegar hafi Axel og Geir alltaf verið nánir. Bent er á það að eitt hið fyrsta sem Ólafur Ólafsson gerði þegar S-hópurinn náði yfirráðum í VÍS hafi verið að láta Axel fara og ráða Finn Ingólfsson þess í stað sem forstjóra VÍS. VÍS sett á markað Landsbankamenn segja að þrátt fyrir að samþykkt lægi fyrir um að VÍS yrði sett á markað hafi S-hópurinn dregið lappirnar í því máli. Ekkert hafi þokast í þá áttina fyrr en um vorið 2002, þegar samstaða náðist um að láta verða af því að setja fyrirtækið á markað. Á þessum tíma var í undirbúningi hjá ráðherranefndinni og framkvæmdanefndinni að selja hlut ríkisins í Landsbankanum á almennum markaði. Ætlunin var að selja til almennings og fagfjárfesta og mætti enginn einn aðili kaupa meira en þrjú til fjögur prósent í fyrirtækinu. Var þetta í samræmi við yfirlýsta stefnu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, um að tryggja dreifða eignaraðild á bönkunum. Á hluthafafundi VÍS um miðjan maí 2002 voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins þannig að það uppfyllti öll skilyrði til skráningar á tilboðsmarkað Verðbréfaþings Íslands og 7. júní sendir VÍS inn umsókn til Verðbréfaþings um skráningu á tilboðsmarkað. Þar með var ferlið komið í gang og var áætlað var að sala bréfanna hæfist 12. júlí. Í skráningarlýsingu VÍS sem birt var í Kauphöllinni 8. júlí kemur fram að Landsbankinn stefni að því að það væri "yfirlýst stefna Landsbankans að minnka hlut sinn í VÍS en verða meðal kjölfestufjárfesta í félaginu." Þetta var í samræmi við yfirlýsingu bankans frá 25. mars 2001. Ráðherranefndin tekur u-beygju Í millitíðinni barst framkvæmdanefndinni bréf frá Samson, sem sent var í kjölfar samtals Björgólfs Guðmundssonar og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Í því lýsti Samson yfir áhuga sínum á að kaupa hlut ríkisins í Landsbankanum eða Búnaðarbankanum. Það varð til þess að ráðherranefndin tók u-beygju í fyrirætlunum sínum varðandi sölu bankanna tveggja. Í stað þess að selja aðeins Landsbankann fyrst og Búnaðarbankann síðar, var því ákveðið að auglýsa báða bankana til sölu og birtist sú auglýsing 10. júlí. Því er haldið fram að bréfið frá Samson hafi átt við báða bankana því þeir hafi ekki síður haft áhuga á að kaupa Búnaðarbankann. Því til stuðnings er meðal annars bent á að Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson hafi átt í miklum viðskiptum við Búnaðarbankann í tengslum við fjárfestingar sínar erlendis og voru í góðum samskiptum við stjórnendur bankans. Landsbankamenn segja að Sjálfstæðismönnum hafi ávallt verið það ljóst að framsóknarmenn myndu ekki sleppa hendinni af Búnaðarbankanum og að þeir væru hlynntari því að Samson eignaðist Landsbankann. Sjálfstæðismenn báru traust til Björgólfs Guðmundssonar og töldu að bankanum væri vel fyrir komið í höndum hans. Framsóknarmenn hafi hins vegar gert það að skilyrði fyrir því að Samson fengi að kaupa Landsbankann, að VÍS fylgdi ekki með í sölunni. Þann 12. júlí var heildarhlutafé VÍS skráð á tilboðsmarkað Kauphallarinnar í samræmi við þann samning sem Landsbankamenn og S-hópurinn höfðu gert sín á milli og hófust viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Viku síðar var hins vegar tekin ákvörðun um að fresta sölu hlutafjár frumherja í VÍS þar til afkomutilkynning félagsins hefði verið birt og kynnti Axel Gíslason forstjóri VÍS hluthafahópunum tveimur um þá frestun. Miðvikudaginn 21. ágúst var afkomutilkynning félagsins birt. Halldór hótaði að stöðva einkavæðingarferlið Veruleg átök áttu sér stað milli Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar á þessum tíma og segja þeir sem störfuðu í miklu návígi við þá að ríkisstjórnarsamstarfið hafi nánast verið í uppnámi. Halldór hafi hótað Davíð að stöðva einkavæðingarferli bankanna nema Landsbankinn seldi hlut sinn í VÍS. Ef Halldór hefði stöðvað einkavæðingarferlið hafi það verið brot á stjórnarsáttmálanum og Davíð hefði orðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Landsbankamenn segja að Davíð hafi beygt sig undir vilja Halldórs varðandi söluna á VÍS í því skyni að stofna einkavæðingarferlinu og um leið ríkisstjórnarsamstarfinu ekki í hættu. Aðilar tengdir Framsóknarflokknum, S-hópurinn, hafi eignast VÍS - en það hafi verið nauðsynlegur liður í áætlun S-hópsins um að eignast Búnaðarbankann. Landsbankamenn segjast hafa fallist á þessa málamiðlun nauðbeygðir, en jafnframt réttlátt niðurstöðuna með þeim hætti að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt - að þröngva S-hópnum til þess að skrá VÍS á markað. Þá hafi verið hægt að útskýra söluna í bankaráði með því að Landsbankinn hafi hagnast vel á sölu hlutarins í VÍS. S-hópurinn með aðra sögu S-hópurinn hefur allt aðra sögu að segja og kalla átökin milli hluthafahópanna "Sex daga stríðið um VÍS". Hluthafahóparnir tveir gerðu milli sín samkomulag árið 2001 um að setja félagið á markað. Ekkert gekk og ríkjandi var fullkomin pattstaða í félaginu þar sem enginn gat athafst neitt án samþykkis hins. Kjartan Gunnarsson var bankaráðsmaður í Landsbankanum og jafnframt stjórnarformaður í VÍS, en er sagður hafa í raun verið starfandi formaður bankaráðs því Helgi S. Guðmundsson hafi ekki haft jafnmikil völd í bankaráðinu og Kjartan. S-hópurinn segir að Kjartani hafi tekist að ná Axel og Geir á sitt band og þeir hafi farið að vilja hans og tafið það að VÍS yrði sett á markað. Hinn 10. júlí 2002 gera Landsbankamenn og S-hópurinn samning um sölu á 8 prósenta hlut í VÍS í framhaldi af skráningu hlutabréfa félagsins í Kauphöllinni 12. júlí. Þar er ákvæði um að einungis sé heimilt að selja hverjum einstökum fjárfesti að hámarki 3 prósent af heildarhlutafé VÍS. Sama dag og samningurinn er gerður birtist auglýsing frá framkvæmdanefnd um að selja eigi kjölfestufjárfestum hluti ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar með hafði forsendan fyrir samningi hluthafahópanna brostið. Ekki væri lengur stefna ríkisstjórnarinnar að selja Landsbankann í dreifða eignaraðild, heldur ætti nú að selja hann til kjölfestufjárfestis. S-hópur gerði Landsbankamönnum tilboð Sama dag og S-hópurinn lýsti yfir áhuga á að kaupa kjölfestuhlut í öðrum hvorum bankanum, 25. júlí, gerði hópurinn Landsbankamönnum tilboð í 10 prósenta hlut bankans í VÍS og að auki um fjórðung hlutafjár í LÍFÍS. Tilboðið var skýrt með því að ríkisstjórnin hafi breytt áherslum sínum varðandi eignarhald á bönkunum. Ekki sé lengur stefnt að dreifðri eignaraðild og þar með breytist forsendur fyrir samstarfi innan VÍS. Tilboðið gilti til næsta dags en Landsbankinn fékk hann framlengdan. Landsbankamenn svöruðu tilboði S-hópsins með gagntilboði. Þeir buðu til sölu alla hluti Landsbankans í VÍS en vildu þess í stað kaupa helming hlutafjár í LÍFÍS. Tilboðsfrestur er til 9. ágúst en hann er tvíframlegndur til 21. ágúst. Hinn 16. ágúst tilkynnir framkvæmdanefnd um ákvörðun sína um að ganga til framhaldsviðræðna við S-hópinn, Samson og Kaldbak varðandi söluna á Landsbankanum. Björgólfur á fundum um VÍS Daginn áður en gagntilboð Landsbankans rann út, hinn 20. ágúst hittust fulltrúar S-hópsins og Landsbankans á fundi. Fundinn sátu meðal annars Ólafur Ólafsson og Geir Magnússon fyrir hönd S-hópsins og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri og Kjartan Gunnarsson bankaráðsmaður fyrir hönd Landsbankans. Björgólfur Guðmundsson, sem þá var bankanum óviðkomandi öðruvísi en að vera einn af þremur bjóðendunum í hann, átti á þessum tíma nokkra fundi með Ólafi Ólafssyni, þar sem þeir ræddu sín á milli um VÍS. Björgólfur var því farinn að hlutast til við um sölu á eignum bankans áður en hann eignaðist í hlut honum en framkvæmdanefndin tilkynnti ekki fyrr en tæpum þremur vikum síðar að gengið yrði til viðræðna við Samson um kaupin á Landsbankanum. Á fundi Landsbankamanna og S-hópsins, þriðjudaginn 20. ágúst, óskaði S-hópurinn eftir því að Landsbankamenn seldu 10 prósenta hlut sinn í VÍS til þriðja aðila sem væri þeim ótengdur. Nöfn væntanlegra kaupenda yrðu þó ekki gefin upp fyrr en afstaða bankans lægi fyrir. Ástæðan var sem fyrr sögð vera stefnubreyting ríkisstjórnarinnar varðandi sölu Landsbankanum. Í kjölfar fundarins sendi S-hópurinn Landsbankamönnum bréf þar sem þeir árétta vilja sinn um að Landsbankamenn selji tíu prósent af VÍS til þriðja aðila. Í bréfinu kemur fram að S-hópurinn líti svo á að á meðan tilboðið sé til skoðunar verði söluferli VÍS sett í biðstöðu með vísan til stefnubreytinga ríkisstjórnarinnar. Landsbankamenn svöruðu ekki bréfinu. Sex daga stríðið hefst Fimmtudagurinn 22. ágúst markaði upphafið að því sem S-hópurinn hefur nefnt "Sex daga stríðið um VÍS". Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands seldi óvænt 3 prósenta hlut sinn í VÍS til Kaupþings í Lúxemborg. S-hópurinn óttaðist að salan gæti orðið til þess að valdahlutföll innan VÍS skekktust. Í kjölfarið skrifaði S-hópurinn bréf til Landsbankans þar sem söluumboð Landsbankans á hluta af bréfum S-hópsins í VÍS frá því 10. júlí var afturkallað. Bréfið var boðsent og afhent við opnun bankans að morgni föstudags 23. ágúst. Í bréfinu kom fram að ákvörðunin um afturköllun sé tekin í nauðvörn vegna breyttra forsendna í kjölfar ákvörðunar ríkissjóðs um sölu kjölfestuhluts í Landsbankannum til einstakra aðila í stað eldri áforma um mjög dreifða eignaraðild. Landsbankamenn kvittuðu fyrir móttöku bréfsins og sendu samdægurs skrifleg mótmæli vegna afturköllunar söluumboðsins. Skýringarnar voru þær að í fyrri samningi sé gert ráð fyrir að seljendur komi fram sem einn hópur og samningnum verði ekki sagt upp nema allir seljendur standi að þeirri uppsögn. Því væri ljóst að umboðið yrði ekki afturkallað með þeim hætti sem S-hópurinn hyggðist gera. Þá tilkynntu landsbankamenn í bréfinu að þeir myndu halda áfram sölu á hlutum í VÍS í samræmi við samninginn og upplýstu að sama dag og bréfið hafi verið skrifað hafi náðst samningar um sölu á hlutafé í VÍS. Selja 3,6 prósent af hlut S-hópsins Föstudaginn 23. ágúst, sama dag og Landsbankamenn mótmæltu afturköllun söluumboðsins frá S-hópnum, seldi Landsbankinn 6 til 7 prósenta hlut í VÍS til þriðja aðila. Hluti bréfanna var í eigu S-hópsins, eða 3,6 prósent. S-hópurinn heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér bréfin og þar með sjálfur eignast hluta af eignarhluta S-hópsins í VÍS. Sama dag áttu sér stað viðskipti með hlutabréf innan S-hópsins þar sem bréf Andvöku, Kers, Samvinnulífeyrissjóðarins og Samvinnutrygginga í VÍS skiptu um hendur. Mótmæla ólögmætum aðgerðum Landsbankans Sunnudaginn 25. ágúst sendi S-hópurinn Landsbankamönnum harðort bréf undir yfirskriftinni: Mótmæli við ólögmætum aðgerðum Landsbanka Íslands. Bréfið var keyrt heim til Halldórs Kristjánssonar bankastjóra. Í bréfinu kom fram að S-hópurinn mótmælti harðlega ólögmætum aðgerðum Landsbankans og að hann muni ekki sætta sig við þær. Háttsemi Landsbankans var sögð vera brot á reglum Kauphallarinnar og jafnframt lögum um verðbréfavisðskipti og lögum um viðskiptabanka. Í bréfinu skoraði S-hópurinn á landsbankamenn að framselja á ný til S-hópsins hluti í VÍS sem jafngildi þeim hluta sem Landsbankinn seldi af bréfum VÍS föstudaginn 23. ágúst. S-hópurinn lofaði því í bréfinu að ef Landsbankamenn gangi að þessu verði málið eftirmálalaust af sinni hálfu. Ef Landsbankamenn verði hins vegar ekki við áskoruninni myndi S-hópurinn ekki sætta sig við ólögmætt ofríki Landsbankamanna og þegar í stað hefjast handa við að gæta réttar síns. Þá var óskað eftir upplýsingum um það hverjir kaupendur að 6 til 7 prósenta hlutnum væri og ýmis ákvæði í sölusamningi. Þá var tekið fram að nauðsynlegt væri að kyrrsetja hlutina í VÍS með lögbanni ef þarf, svo tryggja megi að þeim verði ekki ráðstafað annað meðan látið verði reyna á ógildingu sölunnar. Landsbankamönnum var gefinn frestur til að verða við þessum óskum til klukkan tvö næsta dag. Þá yrði málið gert opinbert og sendar tilkynningar og athugasemdir til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin væri athygli á háttsemi Landsbankans og óskað eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn biðja um frest Landsbankamenn svöruðu samdægurs og mótmæltu því alfarið að hafa brotið gegn samningi sínum við S-hópinn með því að selja hlutabréf í VÍS þrátt fyrir afturköllun S-hópsins á söluumboði til bankans. Sömu rök voru notuð og áður, að samningnum hefði ekki verið hægt að segja upp nema með samþykkt allra hlutaðeigandi. Þá héldu Landsbankamenn því fram að forsendubrestur í kjölfar ákvörðunar íslenska ríkisins um sölu kjölfestuhluts í Landsbankanum séu ekki réttmætar. Landsbankamenn héldu því jafnframt fram að lengi hafi legið fyrir að það væri yfirlýst stefna ríkisins að selja stóran hlut í bankanum og S-hópnum hafi ekki fyrr þótt ástæða til að gera athugasemdir af því tilefni. Landsbankamenn höfnuðu því jafnframt að framselja á ný til S-hópsins hluti í VÍS sem samsvöruðu sölu á hlutum þess í félaginu frá því föstudeginum áður. Einnig óskuðu þeir eftir upplýsingum um sölu á 3 prósenta hlut í VÍS sem seldur var fimmtudaginn 22. ágúst. Loks var óskað eftir því að S-hópurinn falli frá hótun sinni um að gera málið opinbert - eða fresti aðgerðum til miðvikudagsins 28. ágúst til klukkan 18, að loknum fyrirhuguðum fundi í bankaráði þar sem fjalla ætti heilstætt um málefni VÍS og hagsmuni Landsbankans í því sambandi. S-hópur skrifar bréf til yfirvalda Sama dag, mánudaginn 26. ágúst skrifaði S-hópurinn bréf til Kauphallar Íslands og Fjármálaeftirlitsins þar sem skýrt var frá öllum atvikum málsins og því haldið fram að Landsbankinn hafi brotið á S-hópnum með því að selja bréf í VÍS þrátt fyrir afturköllun S-hópsins á umboði þar um. Þar kom meðal annars fram að staðfest hafi verið að salan hafi farið fram eftir móttöku afturköllunarinnar. Óskað var eftir því að yfirvöld taki afstöðu til þess hvort vinnubrögð Landsbankans geti talist eðlileg og að Kauphöllin hlutist til við að leiðrétta eignarfærslurnar því þær styðjist ekki við lögmætar heimildir. Þá var þess krafist að Landsbankinn og starfsmenn hans verði að sæta ábyrgð samkvæmt lögum teljist þeir hafa gerst brotlegir gegn reglum Kauphallarinnar, reglum um verðbréfaviðskipti eða reglum um viðskiptabanka. Beðið var með að senda bréfið samkvæmt umbeðnum fresti Landsbankamanna. Landsbankinn býður S-hópnum VÍS Þennan sama mánudag barst S-hópnum tilboð frá Landsbankanum. Tilboðið var í formi kauptilboðs frá S-hópnum til Landsbankans sem Halldór J. Kristjánsson segir að Landsbankinn myndi telja aðgengilegt. Tilboðið er sent með þeim fyrirvara af hálfu Landsbankans að ekki verði gerðar frekari athugasemdir við viðskipti með hlutabréf í VÍS frá því föstudaginn áður. Tilboðið sem S-hópurinn sendi Landsbankanum hljóðaði upp á 27 prósenta hlut Landsbankans í VÍS strax við undirritun samnings og kaupskyldu á 18,4 prósentum fyrir 1. janúar. Í samningnum voru skilyrði um að S-hópurinn myndi hlutast til við fulltrúa sína í stjórn VÍS að þeir samþykktu tillögu fulltrúa Landsbankans í VÍS að Landsbankanum verði boðið að kaupa 20 prósent af hlut VÍS í LÍFÍS. Því var ekki tekið og gagntilboð var lagt fram þar sem kaupskyldan nái til allt að 21,4 prósenta heildarhlutafé í VÍS. Þá er þess krafist að samningur um kaup Landsbankans á 20 prósenta hlutar VÍS í LÍFÍS verði staðfest af stjórn VÍS áður en salan á VÍS til S-hópsins verði frágengin. Landsbankinn vill LÍFÍS Hóparnir tveir hittust á sáttafundi þriðjudaginn 27. ágúst. Á fundinum voru sem áður, Ólafur Ólafsson, Geir Magnússon og fleiri fyrir hönd S-hópsins og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri og Kjartan Gunnarsson bankaráðsmaður fyrir hönd Landsbankans. Landsbankamenn buðust til þess að selja ekki frá sér 3,6 prósenta hlutinn í VÍS gegn því að salan frá því föstudeginum á undan verði viðurkennd og óháður aðili sem báðir treysti skeri úr um lögmæti sölunnar. S-hópurinn hafnaði því. Á minnisblaði sem lagt var fram að fundinum loknum kom fram að Landsbankinn og S-hópurinn ætli að leggja til hliðar ágreining sinn varðandi sölu Landsbankans á hlutabréfum S-hópsins í VÍS föstudaginn 23. ágúst. S-hópurinn muni viðurkenna söluna og geri ekki athugasemdir við að hún hafi farið fram. Yfirstandandi séu samningaviðræður um kaup S-hópsins á hlutafé Landsbankans í VÍS. Komist hluthafahóparnir tveir ekki að samkomulagi um kaupin skuldbindi þeir sig til þess að leita sameiginlega til þriðja aðila og óska eftir því að hann taki afstöðu til þess hvort Landsbankinn hafi gerst brotlegur við söluna á bréfunum hinn 23. ágúst. Sex daga stríðinu lýkur Miðvikudaginn 28. ágúst sendi S-hópurinn lokatilboð til Landsbankamanna. S-hópurinn heldur því fram að enn hafi Landsbankamenn reynt að blanda LÍFÍS inn í afgreiðslu málsins en þeirri málaleitan hafi S-hópurinn hafnað. Tilboðið var að lokum samþykkt með þeirri breytingu að kaupskylda tók til 21 prósenta hlutafjár í stað 18,4 prósentum. Tilboðið var staðfest af báðum aðilum og samningar náðust síðla um kvöld. Sex daga stríðinu var því með lokið. Sama dag hafði framkvæmdanefndin tilkynnt þremur væntanlegum fjárfestahópum að Landsbankanum að þeir þurfi að skila lokatilboði í hluti ríkissjóðs í Landsbankanum fyrir 2. september. Fimmtudaginn 29. ágúst var tilkynnt opinberlega um kaup S-hópsins á hlutum Landsbankans í VÍS. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri skýrði kaupin opinberlega með því að segja að gott tilboð hafi borist sem Landsbankinn hafi ekki getað hafnað. Hann benti á að Landsbankinn og VÍS eigi áfram saman LÍFÍS og að áhugi bankans á tryggingum nái fremur til líftrygginga en vátrygginga. Hann segir að VÍS hafi ekki tengst kjarnastarfsemi bankans og því megi allt eins líta á söluna sem styrk fyrir söluferlið. "Salan styrkir eiginfé bankans og gerir hann betur í stakk búinn til að takast á við þá möguleika sem uppi eru í viðskiptalífinu," sagði Halldór í Fréttablaðinu 30. ágúst. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði í sömu frétt að hún hafi haft pata af viðskiptunum en hún telji ekki að þau muni skaða sölu bankans. Finnur Ingólfsson tók við starfi forstjóra VÍS af Axeli Gíslasyni um mánaðamótin september-október 2002. Við það tækifæri skýrði hann kaup S-hópsins á hlut Landsbankans í VÍS á þann hátt að hið mikla eignarhald Landsbankans á VÍS hafi verið farið að setja Landsbankanum skorður. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Hinn 29. ágúst var tilkynnt um sölu Landsbankans á hlut sínum í tryggingafélaginu VÍS til S-hópsins en Landsbankinn hafði frá 1997 átt helmingshlut í VÍS á móti S-hópnum. Þegar salan fór fram var söluferli Landsbankans komin langt á veg og var S-hópurinn einn hinna þriggja hópa sem framkvæmdanefnd um einkavæðingu var í viðræðum við um kaupin á hlut ríkisins í bankanum. Samson, sem síðar var valinn sem kaupandi að Landsbankanum, gagnrýndi sölu VÍS opinberlega, meðal annars á þeim forsendum að sala á eign Landsbankans í VÍS hefði farið fram í miðju einkavæðingarferli bankans. Björgólfur Thor sagði í viðtali í Morgunblaðinu 31. ágúst að það væri ekki bara tímasetningin á sölunni sem honum þætti furðuleg. "Mér finnst líka undarlegt að samkeppnisaðilar um kaup á hlut í Landsbankanum séu að kaupa út og stokka upp eignir bankans á sama tíma og þeir eru í samkeppni við okkur," sagði Björgólfur. Haft var eftir Björgólfi Thor að ekki hefðu sömu jafnræðisreglur verið látnar gilda um söluna á VÍS og söluna á Landsbankanum. Þegar Samson-hópurinn hafi lýst áhuga sínum á að kaupa Landsbankann hafi verið ákveðið að auglýsa bankann til sölu, en það hafi ekki verið gert varðandi VÍS. "Þegar ekki er leitað fleiri kaupenda getur það haft áhrif á verðmætið," sagði Björgólfur Thor. "Þetta er nákvæmlega það sama og talað var um þegar menn vildu auglýsa hlutinn í bankanum þegar við sýndum áhuga. Þá var sagt að jafnræðisregla yrði að gilda, en hún virðist ekki gilda um sölu á hlutnum í VÍS. Hann er bara seldur einum hópi en ekki auglýstur til sölu, að minnsta kosti ekki beint. Það eru ekki sömu vinnubrögð við þessa sölu eins og þegar ríkið er að selja hlut sinn í bankanum," sagði hann. Ætluðu að setja félagið á markað Skömmu áður, eða 12. júlí, hafði hlutafé í VÍS verið skráð á tilboðsmarkaði Kauphallarinnar. Í skráningarlýsingunni kom meðal annars fram að það væri "yfirlýst stefna Landsbankans að minnka hlut sinn í VÍS en verða meðal kjölfestufjárfesta í félaginu." Þetta var í samræmi við samkomulag sem Landsbankinn og S-hópurinn gerðu sín á milli árið áður um að félagið yrði skráð á markað. Í nóvember 2001 var nýtt hlutafé útgefið og selt starfsmönnum VÍS. Ætlunin var að í framhaldi af því yrði allt hlutafé í VÍS, að undanskildum 25 prósenta hlut sem Landsbankinn ætlaði að halda eftir sem stofnfjárfestir. Eigendahóparnir tveir, Landsbankinn og S-hópurinn, höfðu um langa hríð tekist á um yfirráðin í VÍS. Frá því að Landsbankinn keypti helgmingshlut Brunabótafélags Íslands í VÍS í mars 1997 hafði eigendahópinn greint á um framtíðaráætlanir fyrirtækisins. Markmið Landsbankamanna var að skrá VÍS á hlutabréfamarkaði, en segja að ekki hafi verið vilji hjá S-hópnum fyrir því. Einna helst hafi Axel Gíslason, þáverandi forstjóri VÍS, og Geir Magnússon, þáverandi forstjóri Olíufélagsins og Kers, sett sig upp á móti skráningunni. Axel og Geir eru sagðir ekki hafa vilja sleppa tökunum á VÍS nema frekari breytingar yrðu gerðar. Þær fælust í því að þegar búið væri að gera VÍS að hlutafélagi yrði VÍS og Landsbankinn sameinaður og Landsbankinn fengi greiðslu í formi hlutabréfa í VÍS. Landsbankamenn voru þessu mótfallnir og töldu að með þessu væri verið að fara bakdyramegin að einkavæðingu Landsbankans. Það var ekki fyrr en 2001 að samstaða náðist um þá fyrirætlan að setja VÍS á markað. En frásagnirnar af því sem á eftir kom eru afar ólíkar eftir því hvort þær eiga rætur sínar að rekja til Landsbankamanna eða S-hópsins. Segja óeiningu innan S-hópsins Landsbankamenn halda því fram að á þessum tíma hafi verið orðin mikil óeining innan S-hópsins. Ólafur Ólafsson hafi verið farinn að seilast eftir meiri áhrifum og mikil togstreita hafi verið innan hópsins. Axel og Geir annars vegar og Ólafur hins vegar hafi til að mynda haft ólík viðhorf til þess að VÍS yrði skráð á markað. Ólafur hafi verið hlynntur því en Axel og Geir hafi verið því mótfallnir. Þá er því haldið fram að aldrei hafi ríkt sérstakir kærleiksstraumar á milli Ólafs og Axels. Kastast hafi í kekki þeirra á milli þegar Axel neitaði Ólafi um að beita Keri vegna kaupa Ólafs í SÍF og Íslenskum sjávarafurðum. Hins vegar hafi Axel og Geir alltaf verið nánir. Bent er á það að eitt hið fyrsta sem Ólafur Ólafsson gerði þegar S-hópurinn náði yfirráðum í VÍS hafi verið að láta Axel fara og ráða Finn Ingólfsson þess í stað sem forstjóra VÍS. VÍS sett á markað Landsbankamenn segja að þrátt fyrir að samþykkt lægi fyrir um að VÍS yrði sett á markað hafi S-hópurinn dregið lappirnar í því máli. Ekkert hafi þokast í þá áttina fyrr en um vorið 2002, þegar samstaða náðist um að láta verða af því að setja fyrirtækið á markað. Á þessum tíma var í undirbúningi hjá ráðherranefndinni og framkvæmdanefndinni að selja hlut ríkisins í Landsbankanum á almennum markaði. Ætlunin var að selja til almennings og fagfjárfesta og mætti enginn einn aðili kaupa meira en þrjú til fjögur prósent í fyrirtækinu. Var þetta í samræmi við yfirlýsta stefnu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, um að tryggja dreifða eignaraðild á bönkunum. Á hluthafafundi VÍS um miðjan maí 2002 voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins þannig að það uppfyllti öll skilyrði til skráningar á tilboðsmarkað Verðbréfaþings Íslands og 7. júní sendir VÍS inn umsókn til Verðbréfaþings um skráningu á tilboðsmarkað. Þar með var ferlið komið í gang og var áætlað var að sala bréfanna hæfist 12. júlí. Í skráningarlýsingu VÍS sem birt var í Kauphöllinni 8. júlí kemur fram að Landsbankinn stefni að því að það væri "yfirlýst stefna Landsbankans að minnka hlut sinn í VÍS en verða meðal kjölfestufjárfesta í félaginu." Þetta var í samræmi við yfirlýsingu bankans frá 25. mars 2001. Ráðherranefndin tekur u-beygju Í millitíðinni barst framkvæmdanefndinni bréf frá Samson, sem sent var í kjölfar samtals Björgólfs Guðmundssonar og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Í því lýsti Samson yfir áhuga sínum á að kaupa hlut ríkisins í Landsbankanum eða Búnaðarbankanum. Það varð til þess að ráðherranefndin tók u-beygju í fyrirætlunum sínum varðandi sölu bankanna tveggja. Í stað þess að selja aðeins Landsbankann fyrst og Búnaðarbankann síðar, var því ákveðið að auglýsa báða bankana til sölu og birtist sú auglýsing 10. júlí. Því er haldið fram að bréfið frá Samson hafi átt við báða bankana því þeir hafi ekki síður haft áhuga á að kaupa Búnaðarbankann. Því til stuðnings er meðal annars bent á að Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson hafi átt í miklum viðskiptum við Búnaðarbankann í tengslum við fjárfestingar sínar erlendis og voru í góðum samskiptum við stjórnendur bankans. Landsbankamenn segja að Sjálfstæðismönnum hafi ávallt verið það ljóst að framsóknarmenn myndu ekki sleppa hendinni af Búnaðarbankanum og að þeir væru hlynntari því að Samson eignaðist Landsbankann. Sjálfstæðismenn báru traust til Björgólfs Guðmundssonar og töldu að bankanum væri vel fyrir komið í höndum hans. Framsóknarmenn hafi hins vegar gert það að skilyrði fyrir því að Samson fengi að kaupa Landsbankann, að VÍS fylgdi ekki með í sölunni. Þann 12. júlí var heildarhlutafé VÍS skráð á tilboðsmarkað Kauphallarinnar í samræmi við þann samning sem Landsbankamenn og S-hópurinn höfðu gert sín á milli og hófust viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Viku síðar var hins vegar tekin ákvörðun um að fresta sölu hlutafjár frumherja í VÍS þar til afkomutilkynning félagsins hefði verið birt og kynnti Axel Gíslason forstjóri VÍS hluthafahópunum tveimur um þá frestun. Miðvikudaginn 21. ágúst var afkomutilkynning félagsins birt. Halldór hótaði að stöðva einkavæðingarferlið Veruleg átök áttu sér stað milli Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar á þessum tíma og segja þeir sem störfuðu í miklu návígi við þá að ríkisstjórnarsamstarfið hafi nánast verið í uppnámi. Halldór hafi hótað Davíð að stöðva einkavæðingarferli bankanna nema Landsbankinn seldi hlut sinn í VÍS. Ef Halldór hefði stöðvað einkavæðingarferlið hafi það verið brot á stjórnarsáttmálanum og Davíð hefði orðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Landsbankamenn segja að Davíð hafi beygt sig undir vilja Halldórs varðandi söluna á VÍS í því skyni að stofna einkavæðingarferlinu og um leið ríkisstjórnarsamstarfinu ekki í hættu. Aðilar tengdir Framsóknarflokknum, S-hópurinn, hafi eignast VÍS - en það hafi verið nauðsynlegur liður í áætlun S-hópsins um að eignast Búnaðarbankann. Landsbankamenn segjast hafa fallist á þessa málamiðlun nauðbeygðir, en jafnframt réttlátt niðurstöðuna með þeim hætti að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt - að þröngva S-hópnum til þess að skrá VÍS á markað. Þá hafi verið hægt að útskýra söluna í bankaráði með því að Landsbankinn hafi hagnast vel á sölu hlutarins í VÍS. S-hópurinn með aðra sögu S-hópurinn hefur allt aðra sögu að segja og kalla átökin milli hluthafahópanna "Sex daga stríðið um VÍS". Hluthafahóparnir tveir gerðu milli sín samkomulag árið 2001 um að setja félagið á markað. Ekkert gekk og ríkjandi var fullkomin pattstaða í félaginu þar sem enginn gat athafst neitt án samþykkis hins. Kjartan Gunnarsson var bankaráðsmaður í Landsbankanum og jafnframt stjórnarformaður í VÍS, en er sagður hafa í raun verið starfandi formaður bankaráðs því Helgi S. Guðmundsson hafi ekki haft jafnmikil völd í bankaráðinu og Kjartan. S-hópurinn segir að Kjartani hafi tekist að ná Axel og Geir á sitt band og þeir hafi farið að vilja hans og tafið það að VÍS yrði sett á markað. Hinn 10. júlí 2002 gera Landsbankamenn og S-hópurinn samning um sölu á 8 prósenta hlut í VÍS í framhaldi af skráningu hlutabréfa félagsins í Kauphöllinni 12. júlí. Þar er ákvæði um að einungis sé heimilt að selja hverjum einstökum fjárfesti að hámarki 3 prósent af heildarhlutafé VÍS. Sama dag og samningurinn er gerður birtist auglýsing frá framkvæmdanefnd um að selja eigi kjölfestufjárfestum hluti ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar með hafði forsendan fyrir samningi hluthafahópanna brostið. Ekki væri lengur stefna ríkisstjórnarinnar að selja Landsbankann í dreifða eignaraðild, heldur ætti nú að selja hann til kjölfestufjárfestis. S-hópur gerði Landsbankamönnum tilboð Sama dag og S-hópurinn lýsti yfir áhuga á að kaupa kjölfestuhlut í öðrum hvorum bankanum, 25. júlí, gerði hópurinn Landsbankamönnum tilboð í 10 prósenta hlut bankans í VÍS og að auki um fjórðung hlutafjár í LÍFÍS. Tilboðið var skýrt með því að ríkisstjórnin hafi breytt áherslum sínum varðandi eignarhald á bönkunum. Ekki sé lengur stefnt að dreifðri eignaraðild og þar með breytist forsendur fyrir samstarfi innan VÍS. Tilboðið gilti til næsta dags en Landsbankinn fékk hann framlengdan. Landsbankamenn svöruðu tilboði S-hópsins með gagntilboði. Þeir buðu til sölu alla hluti Landsbankans í VÍS en vildu þess í stað kaupa helming hlutafjár í LÍFÍS. Tilboðsfrestur er til 9. ágúst en hann er tvíframlegndur til 21. ágúst. Hinn 16. ágúst tilkynnir framkvæmdanefnd um ákvörðun sína um að ganga til framhaldsviðræðna við S-hópinn, Samson og Kaldbak varðandi söluna á Landsbankanum. Björgólfur á fundum um VÍS Daginn áður en gagntilboð Landsbankans rann út, hinn 20. ágúst hittust fulltrúar S-hópsins og Landsbankans á fundi. Fundinn sátu meðal annars Ólafur Ólafsson og Geir Magnússon fyrir hönd S-hópsins og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri og Kjartan Gunnarsson bankaráðsmaður fyrir hönd Landsbankans. Björgólfur Guðmundsson, sem þá var bankanum óviðkomandi öðruvísi en að vera einn af þremur bjóðendunum í hann, átti á þessum tíma nokkra fundi með Ólafi Ólafssyni, þar sem þeir ræddu sín á milli um VÍS. Björgólfur var því farinn að hlutast til við um sölu á eignum bankans áður en hann eignaðist í hlut honum en framkvæmdanefndin tilkynnti ekki fyrr en tæpum þremur vikum síðar að gengið yrði til viðræðna við Samson um kaupin á Landsbankanum. Á fundi Landsbankamanna og S-hópsins, þriðjudaginn 20. ágúst, óskaði S-hópurinn eftir því að Landsbankamenn seldu 10 prósenta hlut sinn í VÍS til þriðja aðila sem væri þeim ótengdur. Nöfn væntanlegra kaupenda yrðu þó ekki gefin upp fyrr en afstaða bankans lægi fyrir. Ástæðan var sem fyrr sögð vera stefnubreyting ríkisstjórnarinnar varðandi sölu Landsbankanum. Í kjölfar fundarins sendi S-hópurinn Landsbankamönnum bréf þar sem þeir árétta vilja sinn um að Landsbankamenn selji tíu prósent af VÍS til þriðja aðila. Í bréfinu kemur fram að S-hópurinn líti svo á að á meðan tilboðið sé til skoðunar verði söluferli VÍS sett í biðstöðu með vísan til stefnubreytinga ríkisstjórnarinnar. Landsbankamenn svöruðu ekki bréfinu. Sex daga stríðið hefst Fimmtudagurinn 22. ágúst markaði upphafið að því sem S-hópurinn hefur nefnt "Sex daga stríðið um VÍS". Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands seldi óvænt 3 prósenta hlut sinn í VÍS til Kaupþings í Lúxemborg. S-hópurinn óttaðist að salan gæti orðið til þess að valdahlutföll innan VÍS skekktust. Í kjölfarið skrifaði S-hópurinn bréf til Landsbankans þar sem söluumboð Landsbankans á hluta af bréfum S-hópsins í VÍS frá því 10. júlí var afturkallað. Bréfið var boðsent og afhent við opnun bankans að morgni föstudags 23. ágúst. Í bréfinu kom fram að ákvörðunin um afturköllun sé tekin í nauðvörn vegna breyttra forsendna í kjölfar ákvörðunar ríkissjóðs um sölu kjölfestuhluts í Landsbankannum til einstakra aðila í stað eldri áforma um mjög dreifða eignaraðild. Landsbankamenn kvittuðu fyrir móttöku bréfsins og sendu samdægurs skrifleg mótmæli vegna afturköllunar söluumboðsins. Skýringarnar voru þær að í fyrri samningi sé gert ráð fyrir að seljendur komi fram sem einn hópur og samningnum verði ekki sagt upp nema allir seljendur standi að þeirri uppsögn. Því væri ljóst að umboðið yrði ekki afturkallað með þeim hætti sem S-hópurinn hyggðist gera. Þá tilkynntu landsbankamenn í bréfinu að þeir myndu halda áfram sölu á hlutum í VÍS í samræmi við samninginn og upplýstu að sama dag og bréfið hafi verið skrifað hafi náðst samningar um sölu á hlutafé í VÍS. Selja 3,6 prósent af hlut S-hópsins Föstudaginn 23. ágúst, sama dag og Landsbankamenn mótmæltu afturköllun söluumboðsins frá S-hópnum, seldi Landsbankinn 6 til 7 prósenta hlut í VÍS til þriðja aðila. Hluti bréfanna var í eigu S-hópsins, eða 3,6 prósent. S-hópurinn heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér bréfin og þar með sjálfur eignast hluta af eignarhluta S-hópsins í VÍS. Sama dag áttu sér stað viðskipti með hlutabréf innan S-hópsins þar sem bréf Andvöku, Kers, Samvinnulífeyrissjóðarins og Samvinnutrygginga í VÍS skiptu um hendur. Mótmæla ólögmætum aðgerðum Landsbankans Sunnudaginn 25. ágúst sendi S-hópurinn Landsbankamönnum harðort bréf undir yfirskriftinni: Mótmæli við ólögmætum aðgerðum Landsbanka Íslands. Bréfið var keyrt heim til Halldórs Kristjánssonar bankastjóra. Í bréfinu kom fram að S-hópurinn mótmælti harðlega ólögmætum aðgerðum Landsbankans og að hann muni ekki sætta sig við þær. Háttsemi Landsbankans var sögð vera brot á reglum Kauphallarinnar og jafnframt lögum um verðbréfavisðskipti og lögum um viðskiptabanka. Í bréfinu skoraði S-hópurinn á landsbankamenn að framselja á ný til S-hópsins hluti í VÍS sem jafngildi þeim hluta sem Landsbankinn seldi af bréfum VÍS föstudaginn 23. ágúst. S-hópurinn lofaði því í bréfinu að ef Landsbankamenn gangi að þessu verði málið eftirmálalaust af sinni hálfu. Ef Landsbankamenn verði hins vegar ekki við áskoruninni myndi S-hópurinn ekki sætta sig við ólögmætt ofríki Landsbankamanna og þegar í stað hefjast handa við að gæta réttar síns. Þá var óskað eftir upplýsingum um það hverjir kaupendur að 6 til 7 prósenta hlutnum væri og ýmis ákvæði í sölusamningi. Þá var tekið fram að nauðsynlegt væri að kyrrsetja hlutina í VÍS með lögbanni ef þarf, svo tryggja megi að þeim verði ekki ráðstafað annað meðan látið verði reyna á ógildingu sölunnar. Landsbankamönnum var gefinn frestur til að verða við þessum óskum til klukkan tvö næsta dag. Þá yrði málið gert opinbert og sendar tilkynningar og athugasemdir til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin væri athygli á háttsemi Landsbankans og óskað eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn biðja um frest Landsbankamenn svöruðu samdægurs og mótmæltu því alfarið að hafa brotið gegn samningi sínum við S-hópinn með því að selja hlutabréf í VÍS þrátt fyrir afturköllun S-hópsins á söluumboði til bankans. Sömu rök voru notuð og áður, að samningnum hefði ekki verið hægt að segja upp nema með samþykkt allra hlutaðeigandi. Þá héldu Landsbankamenn því fram að forsendubrestur í kjölfar ákvörðunar íslenska ríkisins um sölu kjölfestuhluts í Landsbankanum séu ekki réttmætar. Landsbankamenn héldu því jafnframt fram að lengi hafi legið fyrir að það væri yfirlýst stefna ríkisins að selja stóran hlut í bankanum og S-hópnum hafi ekki fyrr þótt ástæða til að gera athugasemdir af því tilefni. Landsbankamenn höfnuðu því jafnframt að framselja á ný til S-hópsins hluti í VÍS sem samsvöruðu sölu á hlutum þess í félaginu frá því föstudeginum áður. Einnig óskuðu þeir eftir upplýsingum um sölu á 3 prósenta hlut í VÍS sem seldur var fimmtudaginn 22. ágúst. Loks var óskað eftir því að S-hópurinn falli frá hótun sinni um að gera málið opinbert - eða fresti aðgerðum til miðvikudagsins 28. ágúst til klukkan 18, að loknum fyrirhuguðum fundi í bankaráði þar sem fjalla ætti heilstætt um málefni VÍS og hagsmuni Landsbankans í því sambandi. S-hópur skrifar bréf til yfirvalda Sama dag, mánudaginn 26. ágúst skrifaði S-hópurinn bréf til Kauphallar Íslands og Fjármálaeftirlitsins þar sem skýrt var frá öllum atvikum málsins og því haldið fram að Landsbankinn hafi brotið á S-hópnum með því að selja bréf í VÍS þrátt fyrir afturköllun S-hópsins á umboði þar um. Þar kom meðal annars fram að staðfest hafi verið að salan hafi farið fram eftir móttöku afturköllunarinnar. Óskað var eftir því að yfirvöld taki afstöðu til þess hvort vinnubrögð Landsbankans geti talist eðlileg og að Kauphöllin hlutist til við að leiðrétta eignarfærslurnar því þær styðjist ekki við lögmætar heimildir. Þá var þess krafist að Landsbankinn og starfsmenn hans verði að sæta ábyrgð samkvæmt lögum teljist þeir hafa gerst brotlegir gegn reglum Kauphallarinnar, reglum um verðbréfaviðskipti eða reglum um viðskiptabanka. Beðið var með að senda bréfið samkvæmt umbeðnum fresti Landsbankamanna. Landsbankinn býður S-hópnum VÍS Þennan sama mánudag barst S-hópnum tilboð frá Landsbankanum. Tilboðið var í formi kauptilboðs frá S-hópnum til Landsbankans sem Halldór J. Kristjánsson segir að Landsbankinn myndi telja aðgengilegt. Tilboðið er sent með þeim fyrirvara af hálfu Landsbankans að ekki verði gerðar frekari athugasemdir við viðskipti með hlutabréf í VÍS frá því föstudaginn áður. Tilboðið sem S-hópurinn sendi Landsbankanum hljóðaði upp á 27 prósenta hlut Landsbankans í VÍS strax við undirritun samnings og kaupskyldu á 18,4 prósentum fyrir 1. janúar. Í samningnum voru skilyrði um að S-hópurinn myndi hlutast til við fulltrúa sína í stjórn VÍS að þeir samþykktu tillögu fulltrúa Landsbankans í VÍS að Landsbankanum verði boðið að kaupa 20 prósent af hlut VÍS í LÍFÍS. Því var ekki tekið og gagntilboð var lagt fram þar sem kaupskyldan nái til allt að 21,4 prósenta heildarhlutafé í VÍS. Þá er þess krafist að samningur um kaup Landsbankans á 20 prósenta hlutar VÍS í LÍFÍS verði staðfest af stjórn VÍS áður en salan á VÍS til S-hópsins verði frágengin. Landsbankinn vill LÍFÍS Hóparnir tveir hittust á sáttafundi þriðjudaginn 27. ágúst. Á fundinum voru sem áður, Ólafur Ólafsson, Geir Magnússon og fleiri fyrir hönd S-hópsins og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri og Kjartan Gunnarsson bankaráðsmaður fyrir hönd Landsbankans. Landsbankamenn buðust til þess að selja ekki frá sér 3,6 prósenta hlutinn í VÍS gegn því að salan frá því föstudeginum á undan verði viðurkennd og óháður aðili sem báðir treysti skeri úr um lögmæti sölunnar. S-hópurinn hafnaði því. Á minnisblaði sem lagt var fram að fundinum loknum kom fram að Landsbankinn og S-hópurinn ætli að leggja til hliðar ágreining sinn varðandi sölu Landsbankans á hlutabréfum S-hópsins í VÍS föstudaginn 23. ágúst. S-hópurinn muni viðurkenna söluna og geri ekki athugasemdir við að hún hafi farið fram. Yfirstandandi séu samningaviðræður um kaup S-hópsins á hlutafé Landsbankans í VÍS. Komist hluthafahóparnir tveir ekki að samkomulagi um kaupin skuldbindi þeir sig til þess að leita sameiginlega til þriðja aðila og óska eftir því að hann taki afstöðu til þess hvort Landsbankinn hafi gerst brotlegur við söluna á bréfunum hinn 23. ágúst. Sex daga stríðinu lýkur Miðvikudaginn 28. ágúst sendi S-hópurinn lokatilboð til Landsbankamanna. S-hópurinn heldur því fram að enn hafi Landsbankamenn reynt að blanda LÍFÍS inn í afgreiðslu málsins en þeirri málaleitan hafi S-hópurinn hafnað. Tilboðið var að lokum samþykkt með þeirri breytingu að kaupskylda tók til 21 prósenta hlutafjár í stað 18,4 prósentum. Tilboðið var staðfest af báðum aðilum og samningar náðust síðla um kvöld. Sex daga stríðinu var því með lokið. Sama dag hafði framkvæmdanefndin tilkynnt þremur væntanlegum fjárfestahópum að Landsbankanum að þeir þurfi að skila lokatilboði í hluti ríkissjóðs í Landsbankanum fyrir 2. september. Fimmtudaginn 29. ágúst var tilkynnt opinberlega um kaup S-hópsins á hlutum Landsbankans í VÍS. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri skýrði kaupin opinberlega með því að segja að gott tilboð hafi borist sem Landsbankinn hafi ekki getað hafnað. Hann benti á að Landsbankinn og VÍS eigi áfram saman LÍFÍS og að áhugi bankans á tryggingum nái fremur til líftrygginga en vátrygginga. Hann segir að VÍS hafi ekki tengst kjarnastarfsemi bankans og því megi allt eins líta á söluna sem styrk fyrir söluferlið. "Salan styrkir eiginfé bankans og gerir hann betur í stakk búinn til að takast á við þá möguleika sem uppi eru í viðskiptalífinu," sagði Halldór í Fréttablaðinu 30. ágúst. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði í sömu frétt að hún hafi haft pata af viðskiptunum en hún telji ekki að þau muni skaða sölu bankans. Finnur Ingólfsson tók við starfi forstjóra VÍS af Axeli Gíslasyni um mánaðamótin september-október 2002. Við það tækifæri skýrði hann kaup S-hópsins á hlut Landsbankans í VÍS á þann hátt að hið mikla eignarhald Landsbankans á VÍS hafi verið farið að setja Landsbankanum skorður.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira