Einstakt í sögu keppninnar 26. maí 2005 00:01 Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun. Paolo Maldini kom Milan yfir á fyrstu mínútu og Hernan Crespo bætti við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. En á sex mínútuna kafla jafnaði Liverpool metin með mörkum frá Steven Gerrard, Vladimir Smicer og Xabi Alonso. Jerzy Dudek var svo hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þegar hann varði tvær vítaspyrnur. Þetta var fimmti Evrópumeistaratitill félagsins. Framtíð Gerrards, fyrirliða Liverpool, hefur verið í nokkurri óvissu að undanförnu en í leikslok, þegar hann hafði hampað Evrópumeistaratitlinum sem næstyngsti fyrirliðinn í sögu keppninnar, sagði hann í viðtali: „Hvernig get ég farið eftir kvöld sem þetta?“ Gerrard var valinn maður leiksins. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, fetaði í fótspor Jose Mourinho, stjóra Chelsea, með því að vinna Meistaradeildina ári eftir að hafa unnið Evrópukeppni félagsliða en þeir eru einu stjórarnir sem hafa afrekað það. Bentiez náði strax á sínu fyrsta ári að skrá nafn sitt gylltu letri í sögu Liverpool með því að verða Evrópumeistari líkt og Bob Paisley og Joe Fagan, fyrrum stjórar félagsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og eigandi AC Milan, sagði að Milan hefði verið miklu sterkara liðið. „En fótbolti er eins og pólitík: Þú heldur að sigurinn sé í höfn en svo kemur í ljós að svo var ekki,“ sagði Berlusconi. Ítölsk dagblöð segja leikinn martröð líkastan og eitt blaðið segir að rithöfundurinn Agatha Christie hefði ekki einu sinni getað samið svona reyfara. Spænskir fjölmiðlar gera mikið úr afreki Liverpool og Benitez og kalla hann kónginn á Merseyside. Þá fær Xabi Alonso mikið hrós fyrir frammistöðuna. Meira að segja þýska blaðið Bild sagði þetta magnaðasta úrslitaleikinn í 50 ára sögu Meistaradeildarinnar, sem áður hét Evrópukeppni meistaraliða, og hrósar Dietmar Hamann í hástert. Enskir fjölmiðlar eru hástemmdir í lýsingum sínum á afreki Liverpool og The Guardian segir að það hafi þurft ímyndunarafl H.G. Wells til þess að láta sig dreyma um leik eins og þennan. „Kraftaverkið í Istanbul“ sagði Times og „Hinir ótrúlegu“ sagði The Sun á forsíðu. Búist er við gríðarlegum fagnaðarlátum í Liverpool í dag þegar hetjurnar koma heim. Myndir frá heimkomunni verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun. Paolo Maldini kom Milan yfir á fyrstu mínútu og Hernan Crespo bætti við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. En á sex mínútuna kafla jafnaði Liverpool metin með mörkum frá Steven Gerrard, Vladimir Smicer og Xabi Alonso. Jerzy Dudek var svo hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þegar hann varði tvær vítaspyrnur. Þetta var fimmti Evrópumeistaratitill félagsins. Framtíð Gerrards, fyrirliða Liverpool, hefur verið í nokkurri óvissu að undanförnu en í leikslok, þegar hann hafði hampað Evrópumeistaratitlinum sem næstyngsti fyrirliðinn í sögu keppninnar, sagði hann í viðtali: „Hvernig get ég farið eftir kvöld sem þetta?“ Gerrard var valinn maður leiksins. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, fetaði í fótspor Jose Mourinho, stjóra Chelsea, með því að vinna Meistaradeildina ári eftir að hafa unnið Evrópukeppni félagsliða en þeir eru einu stjórarnir sem hafa afrekað það. Bentiez náði strax á sínu fyrsta ári að skrá nafn sitt gylltu letri í sögu Liverpool með því að verða Evrópumeistari líkt og Bob Paisley og Joe Fagan, fyrrum stjórar félagsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og eigandi AC Milan, sagði að Milan hefði verið miklu sterkara liðið. „En fótbolti er eins og pólitík: Þú heldur að sigurinn sé í höfn en svo kemur í ljós að svo var ekki,“ sagði Berlusconi. Ítölsk dagblöð segja leikinn martröð líkastan og eitt blaðið segir að rithöfundurinn Agatha Christie hefði ekki einu sinni getað samið svona reyfara. Spænskir fjölmiðlar gera mikið úr afreki Liverpool og Benitez og kalla hann kónginn á Merseyside. Þá fær Xabi Alonso mikið hrós fyrir frammistöðuna. Meira að segja þýska blaðið Bild sagði þetta magnaðasta úrslitaleikinn í 50 ára sögu Meistaradeildarinnar, sem áður hét Evrópukeppni meistaraliða, og hrósar Dietmar Hamann í hástert. Enskir fjölmiðlar eru hástemmdir í lýsingum sínum á afreki Liverpool og The Guardian segir að það hafi þurft ímyndunarafl H.G. Wells til þess að láta sig dreyma um leik eins og þennan. „Kraftaverkið í Istanbul“ sagði Times og „Hinir ótrúlegu“ sagði The Sun á forsíðu. Búist er við gríðarlegum fagnaðarlátum í Liverpool í dag þegar hetjurnar koma heim. Myndir frá heimkomunni verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira