Viðskipti innlent

Gengi krónu heldur áfram að hækka

Gengi krónunnar hækkaði í gær um 0,7 prósent og hefur haldið áfram að styrkjast í morgun. Hefur gengið hækkað um nær 4 prósent á rúmri viku. Á þessum tíma hefur dollarinn farið úr tæplega 67 krónum niður í ríflega 64 krónur, evran úr ríflega 84 krónum niður í ríflega 81 krónu og pundið úr 123 krónum niður í 118. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að ástæðu hækkunarinnar megi rekja til væntinga um frekari stóriðjuframkvæmdir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×