Miami 0 - Detroit 1 24. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Það var fyrst og fremst harður varnarleikur og skipulagður sóknarleikur sem skóp sigur meistaranna í Miami í nótt og þeir hafa nú tryggt sér heimavallarréttinn í eivíginu. Larry Brown þjálfari Detroit, sýndi snilli sína gær og uppstillingar hans í vörn og sókn ollu Miami gríðarlegum vandræðum. Brown hefur greinilega unnið heimavinnuna sína eins og venjulega, því eftir að Shaquille O´Neal hafði skorað úr fyrstu fjórum skotum sínum í leiknum, var hann nánast klipptur út og fékk lítið úr að moða eftir það. Sömu sögu var að segja um ungstirnið Dwayne Wade, en hann mátti sín lítils gegn hörkuvörn Tayshaun Prince á löngum köflum og hitti mjög illa. Ljóst er að Shaquille O´Neal getur auðvitað ekki beitt sér að fullu fyrir Miami og það varð ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn hvort hann myndi spila. Möguleikar Miami í einvíginu byggjast mikið á því hvort tröllið nær að hrista af sér meiðsli sín, en það verður að teljast býsna ólíklegt úr þessu og því þarf Flórídaliðið nú á öllu sínu að halda ef ekki á illa að fara fyrir þeim gegn frábæru og vel samstilltu liði meistaranna. "Þeir gerðu vel í að finna auðveldar lausnir á móti okkur í varnarleiknum, en án þess að taka nokkuð frá þeim, held ég þó að það hafi verið þolinmæði þeirra og nýting á færum sem gerði útslagið í leiknum í kvöld. Við náðum ekki að gera sömu hluti og þeir voru að gera," sagði Stan Van Gundy þjálfari Miami eftir leikinn. Eftir að Detroit hafði verið skrefinu á undan í leiknum lengst af, náði Miami að jafna leikinn í 80-80, en þá var eins og það væri reynsla meistaranna sem réði úrslitum. "Við höfum verið í þessari aðstöðu áður og þegar staðan er jöfn og lítið eftir af leiknum, er það reynsla okkar sem meistaraliðs sem vegur þungt og þá detta skotin okkar," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. Atkvæðamestir hjá Miami:Eddie Jones 22 stig (8 frák), Shaquille O´Neal 20 stig (5 frák), Dwayne Wade 16 stig (6 frák, hitti úr 7 af 25 skotum), Keyon Dooling 8 stig, Udonis Haslem 6 stig (6 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Rasheed Wallace 20 stig (10 frák), Chauncey Billups 18 stig (5 stoðs), Rip Hamilton 16 stig (5 stoðs), Ben Wallace 13 stig (13 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 10 stig (6 frák). NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Það var fyrst og fremst harður varnarleikur og skipulagður sóknarleikur sem skóp sigur meistaranna í Miami í nótt og þeir hafa nú tryggt sér heimavallarréttinn í eivíginu. Larry Brown þjálfari Detroit, sýndi snilli sína gær og uppstillingar hans í vörn og sókn ollu Miami gríðarlegum vandræðum. Brown hefur greinilega unnið heimavinnuna sína eins og venjulega, því eftir að Shaquille O´Neal hafði skorað úr fyrstu fjórum skotum sínum í leiknum, var hann nánast klipptur út og fékk lítið úr að moða eftir það. Sömu sögu var að segja um ungstirnið Dwayne Wade, en hann mátti sín lítils gegn hörkuvörn Tayshaun Prince á löngum köflum og hitti mjög illa. Ljóst er að Shaquille O´Neal getur auðvitað ekki beitt sér að fullu fyrir Miami og það varð ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn hvort hann myndi spila. Möguleikar Miami í einvíginu byggjast mikið á því hvort tröllið nær að hrista af sér meiðsli sín, en það verður að teljast býsna ólíklegt úr þessu og því þarf Flórídaliðið nú á öllu sínu að halda ef ekki á illa að fara fyrir þeim gegn frábæru og vel samstilltu liði meistaranna. "Þeir gerðu vel í að finna auðveldar lausnir á móti okkur í varnarleiknum, en án þess að taka nokkuð frá þeim, held ég þó að það hafi verið þolinmæði þeirra og nýting á færum sem gerði útslagið í leiknum í kvöld. Við náðum ekki að gera sömu hluti og þeir voru að gera," sagði Stan Van Gundy þjálfari Miami eftir leikinn. Eftir að Detroit hafði verið skrefinu á undan í leiknum lengst af, náði Miami að jafna leikinn í 80-80, en þá var eins og það væri reynsla meistaranna sem réði úrslitum. "Við höfum verið í þessari aðstöðu áður og þegar staðan er jöfn og lítið eftir af leiknum, er það reynsla okkar sem meistaraliðs sem vegur þungt og þá detta skotin okkar," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. Atkvæðamestir hjá Miami:Eddie Jones 22 stig (8 frák), Shaquille O´Neal 20 stig (5 frák), Dwayne Wade 16 stig (6 frák, hitti úr 7 af 25 skotum), Keyon Dooling 8 stig, Udonis Haslem 6 stig (6 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Rasheed Wallace 20 stig (10 frák), Chauncey Billups 18 stig (5 stoðs), Rip Hamilton 16 stig (5 stoðs), Ben Wallace 13 stig (13 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 10 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira