Viðskipti innlent

Kaup Actavis frágengin

Actavis er búið að kaupa bandaríska lyfjafyrirtækið Amide á 33 milljarða króna og var það staðgreitt. Sameiginlega eru þessi fyrirtækið með fimm hundruð samheitalyf á markaði og þar með eitt mesta lyfjaúrval á sínu sviði. Þá eru fyrirtækin með eitt hundrað og fjörutíu lyf í þróun. Actavis mun fjármagna kaupin með eigin hlutabréfum, með útgáfu nýrra hluta og sambankaláni sem jafnframt verður notað til að endurfjármagna eldri skuldir félagsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×