Detroit 3 - Indiana 2 18. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67. Detroit var hélt naumri forystu í byrjun leiksins, en spýtti svo í lófana og tók 30-4 rispu sitthvorumegin við hálfleikinn, sem gerði út um leikinn áður en fjórði leikhlutinn hófst. Varnarleikur Pistons var, eins og tölur Indiana gefa til kynna, eins og hann gerist bestur og ekkert lið á mikla möguleika gegn þeim þegar vörn þeirra er í jafn miklu stuði og hún var í nótt. Ben Wallace var Indiana sérstaklega erfiður í nótt og lokaði teig heimamanna. "Þegar við leikum eins og við gerðum í þessum leik, erum við erfiðir viðureignar og ég hugsa að þetta hafi verið einn af okkar allra bestu leikjum varnarlega" sagði Wallace eftir leikinn. Detroit hafði mikla yfirburði í fráköstunum í leiknum og hirtu 52 á móti 34 fráköstum gestanna. Segja má að niðurlæging Indiana hafi fullkomnuð þegar Larry Brown, þjálfari Detroit skipti Darko Milicic inn á völlinn og leyfði honum að leika fjórar mínútur, en hann fær aldrei að spila hjá Detroit nema þeir séu með algerlega unninn leik. Rick Carlisle, þjálfari Indiana reyndi hvað hann gat til að kæla meistarana niður í þriðja leikhlutanum og notaði öll leikhlé sín fyrir síðari hálfleikinn í þriðja leikhlutanum og því fékk liðið á sig tæknivíti í þeim fjórða, því liðunum er skylt að taka í það minnsta eitt leikhlé í fjórða hlutanum og Carlisle átti það einfaldlega ekki til. Eins kjánaleg regla og þetta er, gaf hún glögglega til kynna í hversu miklum vandræðum Indiana var í leiknum. "Þeir eru svo fljótir að skipta og færa til í varnarleiknum og eru duglegir að hjálpa hver öðrum. Svo eru þeir með mörg vopn í sókninni, sem verður að reyna að halda niðri. Okkur tókst það ekki í kvöld og því fór sem fór," sagði Reggie Miller hjá Indiana, sem náði sér engann veginn á strik í leiknum. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 14 stig, Stephen Jackson 12 stig, Anthony Johnson 11 stig, Reggie Miller 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 19 stig (11 frák), Tayshaun Prince 16 stig (12 frák), Chauncey Billups 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Rip Hamilton 13 stig (6 frák), Rasheed Wallace 10 stig (8 frák), Antonio McDyess 8 stig (6 frák). NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67. Detroit var hélt naumri forystu í byrjun leiksins, en spýtti svo í lófana og tók 30-4 rispu sitthvorumegin við hálfleikinn, sem gerði út um leikinn áður en fjórði leikhlutinn hófst. Varnarleikur Pistons var, eins og tölur Indiana gefa til kynna, eins og hann gerist bestur og ekkert lið á mikla möguleika gegn þeim þegar vörn þeirra er í jafn miklu stuði og hún var í nótt. Ben Wallace var Indiana sérstaklega erfiður í nótt og lokaði teig heimamanna. "Þegar við leikum eins og við gerðum í þessum leik, erum við erfiðir viðureignar og ég hugsa að þetta hafi verið einn af okkar allra bestu leikjum varnarlega" sagði Wallace eftir leikinn. Detroit hafði mikla yfirburði í fráköstunum í leiknum og hirtu 52 á móti 34 fráköstum gestanna. Segja má að niðurlæging Indiana hafi fullkomnuð þegar Larry Brown, þjálfari Detroit skipti Darko Milicic inn á völlinn og leyfði honum að leika fjórar mínútur, en hann fær aldrei að spila hjá Detroit nema þeir séu með algerlega unninn leik. Rick Carlisle, þjálfari Indiana reyndi hvað hann gat til að kæla meistarana niður í þriðja leikhlutanum og notaði öll leikhlé sín fyrir síðari hálfleikinn í þriðja leikhlutanum og því fékk liðið á sig tæknivíti í þeim fjórða, því liðunum er skylt að taka í það minnsta eitt leikhlé í fjórða hlutanum og Carlisle átti það einfaldlega ekki til. Eins kjánaleg regla og þetta er, gaf hún glögglega til kynna í hversu miklum vandræðum Indiana var í leiknum. "Þeir eru svo fljótir að skipta og færa til í varnarleiknum og eru duglegir að hjálpa hver öðrum. Svo eru þeir með mörg vopn í sókninni, sem verður að reyna að halda niðri. Okkur tókst það ekki í kvöld og því fór sem fór," sagði Reggie Miller hjá Indiana, sem náði sér engann veginn á strik í leiknum. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 14 stig, Stephen Jackson 12 stig, Anthony Johnson 11 stig, Reggie Miller 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 19 stig (11 frák), Tayshaun Prince 16 stig (12 frák), Chauncey Billups 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Rip Hamilton 13 stig (6 frák), Rasheed Wallace 10 stig (8 frák), Antonio McDyess 8 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira