Viðskipti innlent

Deilt um nýstofnað fyrirtæki

Mál fjórmenninganna sem hættu skyndilega hjá Iceland Seafood og stofnuðu fyrirtæki í beinni samkeppni verður flutt í héraðsdómi í dag. Fjórmenningarnir hættu störfum hjá Iceland Seafood í desemberlok og stofnuðu í kjölfarið Seafood Union, sem er í beinni samkeppni við Iceland Seafood. Lögbann var lagt á að fjórir af fimm fyrrverandi starfsmönnum SÍF og Iceland Seafood réðu sig til Seafood Union eða héldu sig við slíka ráðningu. Iceland Seafood stefndi fjórmenningunum fyrir dóm og verður aðalmeðferð í málinu í dag. Málin fjögur eru hliðstæð, en Iceland Seafood krefst þess að þeir fari ekki í samkeppni við sig á meðan þeir eru enn á uppsagnarfresti hjá Iceland Seafood. Þeir eru allir með sex mánaða uppsagnarfrest sem rennur út í lok júní.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×