Erlent

20-25 þúsund borgarar látnir

Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun. Sprengingin varð nærri markaði, mosku og kvikmyndahúsi en að sögn lögreglunnar er ekki ljóst að hverjum árásin beindist. Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið hófst. Tæplega 1800 erlendir hermenn hafa farist, langflestir þeirra Bandaríkjamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×