San Antonio 2 - Seattle 0 11. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna. Eins og svo oft áður í úrslitakeppninni, var það argentínski snillingurinn Manu Ginobili sem reyndist banabiti andstæðinga San Antonio, en hann var hreint út sagt stórkostlegur í nótt. Ginobili hitti úr 9 af 11 skotum sínum utan af velli og spilaði góða vörn á Ray Allen þess á milli. Lið Seattle gekk aðeins betur að hemja leikstjórnandann Tony Parker, en þá fékk Ginobili að leika lausum hala í staðinn og Tim Duncan skilaði sínu eins og alltaf. Spurs leiddu allann leikinn í gær og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þeir þurfa nú að ferðast norður til Washington fylkis og leika við Seattle á þeirra heimavelli, þar sem þeir verða vissulega skæðari en þeir voru í heimavelli San Antonio í fyrstu tveimur leikjunum. Minnugir þess hvað gerðist í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir töpuðu einvígi sínu við Lakers eftir að hafa náð 2-0 forystu, munu Spurs líklega gæta þess að koma einbeittir til leiks í leikjum 3 og 4 í Seattle. Heimamenn verða án Vladimir Radmanovic það sem eftir lifir úrslitakeppni vegna meiðsla sem hann hlaut á ökkla í fyrsta leiknum, og það er liðinu nokkuð áfall. Þeir verða einfaldlega að lyfta leik sínum á hærra plan ef þeir ætla sér að eiga glætu í Spurs. Mestu munar að Rashard Lewis hefur verið í hálfgerðum felum í úrslitakeppninni og hann verður að axla meiri ábyrgð í sóknarleiknum ef Sonics eiga ekki að falla út úr keppni á heimavelli sínum. Ef þeir Lewis og Allen ná sér á strik á heimavelli sínum og verða í stuði, getur lið Seattle verið illviðráðanlegt, en eins og áður sagði má mikið vera ef Spurs þurfa fleiri en fimm leiki til að klára einvígið. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (hitti úr 9 af 11 skotum), Tim Duncan 25 stig (9 frák), Tony Parker 22 stig (7 stoðs), Brent Barry 9 stig (7 frák), Nazr Mohammed 7 stig (10 frák), Robert Horry 6 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Rashard Lewis 22 stig (7 frák), Antonio Daniels 16 stig, Nick Collison 9 stig, Jerome James 8 stig (7 frák), Luke Ridnour 6 stig. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Sjá meira
Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna. Eins og svo oft áður í úrslitakeppninni, var það argentínski snillingurinn Manu Ginobili sem reyndist banabiti andstæðinga San Antonio, en hann var hreint út sagt stórkostlegur í nótt. Ginobili hitti úr 9 af 11 skotum sínum utan af velli og spilaði góða vörn á Ray Allen þess á milli. Lið Seattle gekk aðeins betur að hemja leikstjórnandann Tony Parker, en þá fékk Ginobili að leika lausum hala í staðinn og Tim Duncan skilaði sínu eins og alltaf. Spurs leiddu allann leikinn í gær og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þeir þurfa nú að ferðast norður til Washington fylkis og leika við Seattle á þeirra heimavelli, þar sem þeir verða vissulega skæðari en þeir voru í heimavelli San Antonio í fyrstu tveimur leikjunum. Minnugir þess hvað gerðist í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir töpuðu einvígi sínu við Lakers eftir að hafa náð 2-0 forystu, munu Spurs líklega gæta þess að koma einbeittir til leiks í leikjum 3 og 4 í Seattle. Heimamenn verða án Vladimir Radmanovic það sem eftir lifir úrslitakeppni vegna meiðsla sem hann hlaut á ökkla í fyrsta leiknum, og það er liðinu nokkuð áfall. Þeir verða einfaldlega að lyfta leik sínum á hærra plan ef þeir ætla sér að eiga glætu í Spurs. Mestu munar að Rashard Lewis hefur verið í hálfgerðum felum í úrslitakeppninni og hann verður að axla meiri ábyrgð í sóknarleiknum ef Sonics eiga ekki að falla út úr keppni á heimavelli sínum. Ef þeir Lewis og Allen ná sér á strik á heimavelli sínum og verða í stuði, getur lið Seattle verið illviðráðanlegt, en eins og áður sagði má mikið vera ef Spurs þurfa fleiri en fimm leiki til að klára einvígið. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (hitti úr 9 af 11 skotum), Tim Duncan 25 stig (9 frák), Tony Parker 22 stig (7 stoðs), Brent Barry 9 stig (7 frák), Nazr Mohammed 7 stig (10 frák), Robert Horry 6 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Rashard Lewis 22 stig (7 frák), Antonio Daniels 16 stig, Nick Collison 9 stig, Jerome James 8 stig (7 frák), Luke Ridnour 6 stig.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Sjá meira