Viðskipti erlent

Flugfloti Sterling tvöfaldaður

Flugfloti flugfélagsins Sterling, sem er í eigu Íslendinga, verður tvöfaldaður á næstunni, að sögn Almars Arnar Hilmarssonar, forstjóra félagsins. Hann segir í samtali við danska blaðið Politiken að gert sé ráð fyrir hagnaði af rekstrinum á þessu ár en tapið á síðasta ári var á annan milljarð króna. Hann segir ljóst að félagið hafi ekki verið keypt fyrir á fjórða milljarð króna til að láta það standa í stað. Þá á að fjölga ferðum félagsins og stendur meðal annars til að fljúga til Bandaríkjanna, til dæmis Suðurríkjanna, og á ákvörðun um það að liggja fyrir innan hálfs mánaðar. Þá eru uppi áætlanir um Taílandsflug.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×