Boston 3 - Indiana 4 8. maí 2005 00:01 Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni. Það hefur eflaust verið skrítin tilfinning fyrir Larry Bird að ganga til búningsherbergja með liðsmönnum Indiana í Fleet Center í Boston eftir leikinn í gærkvöldi, eftir að liðið sem hann stýrir í dag var búið að niðurlægja Boston liðið sem hann lék með í áraraðir. Goðsagnir gamla Boston stórveldisins, þeir Bob Cousy og John Havlicek, sem fylgdust með leiknum í gær, hefur eflaust langað til að segja nokkur vel valin orð við Doc Rivers þjálfara liðsins, sem og leikmennina, því þeir urðu sér til háborinnar skammar í gær. Rivers hefur verið gagnrýndur harðlega í einvíginu við Indiana og mikið má vera ef hann heldur starfi sínu eftir þessa útreið, þar sem Boston átti klárlega að vera með sterkara lið en Indiana, en mistókst hrapalega að nýta sér styrkleika sína til að gera út um einvígið. Það má þó ekki taka það af liði Indiana, að þeir gerðu það sem þeir þurftu til að klára seríuna, þrátt fyrir að vera með undirmannað lið í miklum meiðslum. Jermaine O´Neal, þeirra aðal vopn í sóknarleiknum er að leika meiddur á öxl og notar mestmegnis vinstri hendina þegar hann er að brjótast upp að körfunni og hefur meira að segja verið að taka vítaskot með vinstri hendinni til að taka álagið af öxlinni á sér - sem verður að teljast hálf broslegt. Það var aftur liðsheildin sem skóp sigur Indiana í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og börðust eins og ljón. Það nægði á móti slöku Boston liði, en það er hætt við að liðið verði að færa leik sinn á enn hærra plan til þess eins að eiga fræðilega möguleika í næstu umferð. Þar mætir liðið erkifjendum sínum í Detroit Pistons og þar má segja að skrattinn hitti ömmu sína, því þar mætast liðin sem slógust eins og hundar og kettir í haust, í sennilega einu ljótasta atviki í sögu amerískra hópíþrótta. Sú viðureign verður í meira lagi athyglisverð, þó ekki væri fyrir annað en að sjá hvernig þessir gömlu kunningjar eiga í skap saman þegar í alvöru úrslitakeppninnar er komið. Atkvæðamestir í liði Boston:Antoine Walker 20 stig, Paul Pierce 19 stig (7 frák), Ricky Davis 8 stig, Gary Payton 7 stig (7 stoðs), Al Jefferson 7 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 24 stig (5 stolnir, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Fred Jones 16 stig, Jermaine O´Neal 15 stig (7 frák, 6 stoðs), Anthony Johnson 13 stig, Jeff Foster 9 stig (12 frák). NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sjá meira
Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni. Það hefur eflaust verið skrítin tilfinning fyrir Larry Bird að ganga til búningsherbergja með liðsmönnum Indiana í Fleet Center í Boston eftir leikinn í gærkvöldi, eftir að liðið sem hann stýrir í dag var búið að niðurlægja Boston liðið sem hann lék með í áraraðir. Goðsagnir gamla Boston stórveldisins, þeir Bob Cousy og John Havlicek, sem fylgdust með leiknum í gær, hefur eflaust langað til að segja nokkur vel valin orð við Doc Rivers þjálfara liðsins, sem og leikmennina, því þeir urðu sér til háborinnar skammar í gær. Rivers hefur verið gagnrýndur harðlega í einvíginu við Indiana og mikið má vera ef hann heldur starfi sínu eftir þessa útreið, þar sem Boston átti klárlega að vera með sterkara lið en Indiana, en mistókst hrapalega að nýta sér styrkleika sína til að gera út um einvígið. Það má þó ekki taka það af liði Indiana, að þeir gerðu það sem þeir þurftu til að klára seríuna, þrátt fyrir að vera með undirmannað lið í miklum meiðslum. Jermaine O´Neal, þeirra aðal vopn í sóknarleiknum er að leika meiddur á öxl og notar mestmegnis vinstri hendina þegar hann er að brjótast upp að körfunni og hefur meira að segja verið að taka vítaskot með vinstri hendinni til að taka álagið af öxlinni á sér - sem verður að teljast hálf broslegt. Það var aftur liðsheildin sem skóp sigur Indiana í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og börðust eins og ljón. Það nægði á móti slöku Boston liði, en það er hætt við að liðið verði að færa leik sinn á enn hærra plan til þess eins að eiga fræðilega möguleika í næstu umferð. Þar mætir liðið erkifjendum sínum í Detroit Pistons og þar má segja að skrattinn hitti ömmu sína, því þar mætast liðin sem slógust eins og hundar og kettir í haust, í sennilega einu ljótasta atviki í sögu amerískra hópíþrótta. Sú viðureign verður í meira lagi athyglisverð, þó ekki væri fyrir annað en að sjá hvernig þessir gömlu kunningjar eiga í skap saman þegar í alvöru úrslitakeppninnar er komið. Atkvæðamestir í liði Boston:Antoine Walker 20 stig, Paul Pierce 19 stig (7 frák), Ricky Davis 8 stig, Gary Payton 7 stig (7 stoðs), Al Jefferson 7 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 24 stig (5 stolnir, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Fred Jones 16 stig, Jermaine O´Neal 15 stig (7 frák, 6 stoðs), Anthony Johnson 13 stig, Jeff Foster 9 stig (12 frák).
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sjá meira