Menning

Nevolution hitar upp fyrir Maiden

Liðsmenn Iron Maiden hafa valið akureyrsku þungarokkssveitina Nevolution sem aðalupphitunarhljómsveit tónleika sinna sem fram fara í Egilshöll þann 7. júní. Nevolution hefur vakið mikla athygli, jafnt hér heima sem erlendis, fyrir öfluga spilamennsku og hnitmiðaða lagasmíði. Sveitin sendi frá sér 5 laga kynningarplötu á síðasta ári sem ber heitið The Jumpstop Theory.

 

Meðlimir Nevolution segja mikinn heiður vera fólginn í því að hita upp fyrir eina af stærstu þungarokkssveitum allra tíma. Samkvæmt heimildum Vísis mun Nevolution taka upp sína fyrstu breiðskífu í haust en norðanmennirnir hafa notið krafta Smára Tarfs, gítarleikara Hot Damn!, í lagasmíðum en þess má geta að Smári Tarfur gat sér gott orð með rappsveitinni Quarashi á sínum tíma.

Hægt er sækja tónlist Nevolution frítt á thenevolution.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.