Viðskipti innlent

Norðurljós selja 10 prósent

Norðurljós seldu í gær um tíu prósenta hlut í Og fjarskiptum, síma- og fjölmiðlasamsteypunni, fyrir 1,9 milljarða króna. Viðskiptin fóru fram á genginu 4,23 og voru liður í greiðslu til hluthafa í Norðurljósum vegna lækkunar á hlutafé félagsins. Baugur Group jók þar með eignarhlut sinn í Og fjarskiptum úr 24,6 prósentum í 28,8 prósent, Grjóti, sem er í eigu Baugs og Eignarhaldsfélagsins Fengs, bætti eignarhlut sinn úr 3,4 prósentum í 5,8 prósent en einnig keyptu eignarhaldsfélög í eigu Árna Haukssonar stjórnarmanns, Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmastjóra 365, og Fons, sem er meðal annars í eigu Pálma Haraldssonar, hluti í Og fjarskiptum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×