Viðskipti innlent

Sjóvá greiði sekt vegna samráðs

Úrskurðarnefnd samkeppnismála hefur úrskurðað að Sjóvá-Almennum beri að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 27 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. Upphaflega beindist rannsókn Samkeppnisstofnunar að þremur tryggingafélögum, VÍS, Tryggingamiðstöðinni og Sjóvá-Almennum. Félögin höfðu haft samráð um uppsetningu nýs tjónamatskerfis og hversu mikla verðhækkun það ætti að hafa í för með sér. VÍS og Tryggingamiðstöðin játuðu að hafa brotið 10. grein samkeppnislaga og luku málinu með sátt. VÍS greiddi 15 milljón króna sekt og Tryggingamiðstöðin 18,5 milljónir. Sjóvá-Almennar undu þessu hins vegar ekki og áfrýjuðu til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Sem fyrr segir hefur hún nú kveðið upp sinn úrskurð og skulu milljónirnar 27 greiðast í ríkissjóð innan mánaðar. Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála





Fleiri fréttir

Sjá meira


×