Menning

Að rækta andann og upplifa vorið

"Eitt af þeim tækjum sem við höfum til að skilja betur líðan okkar er alltaf með okkur. Það er öndunin," segir Guðrún Arnalds sem stendur fyrir námskeiðinu í Lótus Jógasetrinu í Borgartúni 20. Það hefst á föstudagskvöldið kl. 19 og stendur til sunnudagskvölds. En hvað er líföndun? Guðrún svarar því. "Líföndun er leið til að losa um spennu og finna hvað er að gerast innra með okkur. Nú er vorið komið en sumir eru dálítið seinni að vakna af vetrardvalanum en blómin og trén. Það getur verið vegna uppsafnaðra tilfinninga sem við náðum ekki að vinna úr eða streitu eftir langvarandi álag. Þá er mjög gott að kunna leiðir til að tengjast sjálfum sér og þegar við öndum meðvitað þá erum við meðvitaðri um líðan okkar og hugsanir." Guðrún segir Kundalini jóga byggt á aldagamalli þekkingu og vera mjög markvisst tæki sem hjálpi okkur að vakna til meðvitundar um æðri vitund. "Veraldleg velgengni er ekki allt og veitir okkur ekki fullnægju nema við kunnum að njóta lífsins, sættast við það eins og það er og gefa okkur tíma til að rækta andann," segir hún að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.