Viðskipti innlent

Mikil lækkun krónunnar í gær

Gengi krónunnar lækkaði um rúmlega hálft annað prósent í gær og er dollarinn nú kominn upp undir 64 krónur. Langt er síðan krónan hefur lækkað svo mikið á einum degi. Greiningadeild KB banka rekur þetta annars vegar til þeirrar ákvörðunar fjármálaráðherra að greiða upp erlendar skammtímaskuldir upp á hundrað milljónir dollara umfram áætlanir og hins vegar til breytinga Hagstofunnar á vaxtaþættinum í vísitölu neysluverðs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×