Stór fiskur í lítilli tjörn 2. maí 2005 00:01 Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Félagið hyggst afla 4,8 milljarða króna í hlutafjárútboði sem verður boðið fagfjárfestum og almenningi til kaups. Fyrirtækið verður síðan skráð í Kauphöllina fyrir júnílok á þessu ári, fyrst erlendra fyrirtækja. Mosaic Fashions verður í hópi stærstu félaga í Kauphöll Íslands en velta þess í fyrra nam um 43 milljörðum íslenskra króna. Félagið er að mestu í eigu Íslendinga, 40% í eigu Baugs Group og 20% í eigu Kaupþings banka. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið er ekki sett á breskan markað í stað þess íslenska. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir félagið áhugavert fyrir íslenska markaðinn og kannski of lítið eins og er fyrir þann breska. Derek Loveluck, forstjóri Mosaic Fashions, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafi auðvitað borið breska markaðinn saman við þann íslenska og litið svo á að miðað við stærð fyrirtækisins, og þá upphæð sem það vilji afla, verði það mikilvægt fyrirtæki í íslensku kauphöllinni. Það verður að líkindum áttunda stærsta fyrirtækið í kauphöllinni að sögn Loveluck og eina smásölufyrirtækið. „Þess vegna verður fylgst með okkur. Það verður áhugi á okkur,“ segir Loveluck. Aðspurður hvort þetta hafi einhver áhrif á íslenska markaðinn segist Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telja það; þetta sé tímamótaskráning þar sem um erlent félag sé að ræða og gæti rutt brautina fyrir fleiri skráningar af þessu tagi. Fyrirtækjum hefur verið að fækka að undanförnu í Kauphöll Íslands en Þórður segir þó að viðsnúningur verði á þeim málum næstu árin því þetta sé fyrsta nýskráningin af mörgum sem séu í sjónmáli. Mosaic Fashions rekur yfir 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi og á Írlandi. Félagið hefur þó að undanförnu verið að sækja á fleiri markaði, þar á meðal til Norðurlanda og til Kína. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Félagið hyggst afla 4,8 milljarða króna í hlutafjárútboði sem verður boðið fagfjárfestum og almenningi til kaups. Fyrirtækið verður síðan skráð í Kauphöllina fyrir júnílok á þessu ári, fyrst erlendra fyrirtækja. Mosaic Fashions verður í hópi stærstu félaga í Kauphöll Íslands en velta þess í fyrra nam um 43 milljörðum íslenskra króna. Félagið er að mestu í eigu Íslendinga, 40% í eigu Baugs Group og 20% í eigu Kaupþings banka. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið er ekki sett á breskan markað í stað þess íslenska. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir félagið áhugavert fyrir íslenska markaðinn og kannski of lítið eins og er fyrir þann breska. Derek Loveluck, forstjóri Mosaic Fashions, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafi auðvitað borið breska markaðinn saman við þann íslenska og litið svo á að miðað við stærð fyrirtækisins, og þá upphæð sem það vilji afla, verði það mikilvægt fyrirtæki í íslensku kauphöllinni. Það verður að líkindum áttunda stærsta fyrirtækið í kauphöllinni að sögn Loveluck og eina smásölufyrirtækið. „Þess vegna verður fylgst með okkur. Það verður áhugi á okkur,“ segir Loveluck. Aðspurður hvort þetta hafi einhver áhrif á íslenska markaðinn segist Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telja það; þetta sé tímamótaskráning þar sem um erlent félag sé að ræða og gæti rutt brautina fyrir fleiri skráningar af þessu tagi. Fyrirtækjum hefur verið að fækka að undanförnu í Kauphöll Íslands en Þórður segir þó að viðsnúningur verði á þeim málum næstu árin því þetta sé fyrsta nýskráningin af mörgum sem séu í sjónmáli. Mosaic Fashions rekur yfir 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi og á Írlandi. Félagið hefur þó að undanförnu verið að sækja á fleiri markaði, þar á meðal til Norðurlanda og til Kína.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira