Erlent

83 Bretar fallnir í Írak

Breskur hermaður lést eftir að sprengja sprakk í vegarkanti í Suður-Írak í dag. Hermaðurinn var á eftirlitsferð nærri borginni Al-Amarah þegar sprengjan sprakk við bíl sem hann var í ásamt félaga sínum sem særðist í árásinni. 83 breskir hermenn hafa fallið í Írak síðan stríðið í landinu hófst fyrir rúmum tveimur árum. Nokkurs konar sprengjuherferð virðist hafa farið af stað eftir að ríkisstjórn var mynduð í Írak í síðustu viku. Herferðin hefur að mestu beinst að írökskum öryggissveitum en alls hafa um eitt hundrað manns látist í þessum árásum og meira en hundrað og fimmtíu særst. En þótt árásirnar hafi í flestum tilvikum beinst að hermönnum þá er stór hluti látinna og særðra óbreyttir borgarar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×