Lífið

Dreymir um góðan hægindastól

Erla Hjördís Gunnarsdóttir blaðamaður slappar vel af í sófanum á kvöldin eftir erilsaman dag. "Uppáhaldsstaðurinn minn er annar endinn á hornsófanum, en þegar ég sest þar er ég virkilega að setjast til að slappa af og sit þarna og sauma út yfir sjónvarpinu," segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, blaðamaður á Vikunni, sem hefur nýlokið barneignaleyfi og vinnur nú heima þannig að dagurinn heima fyrir getur verið nokkuð erilsamur. "Það er mjög kærkomið á kvöldin að setjast niður í sófann eftir að ég er búin að sinna dótturinni, setja í vél og klára að vinna," segir Erla en bætir við að ef til vill sé þetta uppáhaldsstaðurinn sökum þess að það sé svo gott ljós í horninu fyrir útsauminn. "Annars er draumurinn að eignast minn eigin hægindastól, helst flottan leðurstól, og efast ég um að ég fengi mér aftur hornsófa ef ég þyrfti að skipta," segir Erla en fljótlega stendur til að hún flytji ásamt fjölskyldu sinni í nýtt húsnæði og því aldrei að vita nema draumurinn um stólinn verði að veruleika. "Svo er auðvitað aldrei að vita að nema maður eignist annan uppáhaldsstað á nýja staðnum," segir Erla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.