Varað við erlendri skuldasöfnun 27. apríl 2005 00:01 "Erlendar skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, hafa hækkað ört á síðustu árum og nema nú um tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. Það er einna veikasti þátturinn í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, í gær þegar hann kynnti úttekt bankans á fjármálastöðugleika á Íslandi. Viðskiptahallinn í ár stefnir líka í að vera sá mesti eftir seinna stríð og á sér ekki hliðstæðu meðal þróaðra ríkja. "Alþjóðlegu matsfyrirtækin, sem meta lánshæfi ríkissjóðs og bankanna, benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun, enda geti hún leitt til lægri lánshæfiseinkunnar. Þótt erlendar eignir hafi jafnframt vaxið hratt og séu umtalsverðar, er ójafnvægið mikið sem og áhættan. Veruleg lækkun á gengi íslensku krónunnar gæti leitt til erfiðleika í skuldastöðu fyrirtækja," sagði Birgir. Þetta er í fyrsta skipti sem Seðlabankinn gefur út sérrit um fjármálastöðugleika. Áður voru slíkar greiningar birtar í Peningamálum. Birgir segir þetta gert til að leggja meiri áherslu á umræðu um fjármálastöðugleika og blanda henni ekki mikið saman við umræðu um sjálfa peningastefnuna. Hættan sem gæti steðjað að fjármálakerfinu vegna efnahagsþróunarinnar í greiningu Seðlabankans felst einkum í þeim möguleika að fjármálaleg skilyrði þjóðarbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu framkvæmdaáranna 2005 og 2006 á sér stað. Á fundinum með stjórnendum Seðlabankans kom fram að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum birtist einnig í vaxandi viðskiptahalla. Á síðasta ári nam hann átta prósent af landsframleiðslu og horfur eru á að hann nemi tólf prósent af landsframleiðslu í ár. Gangi það eftir yrði það ekki einungis mesti viðskiptahalli frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar heldur einnig einhver mesti halli sem sést hefur meðal þróaðra ríkja undanfarin þrjátíu ár. Birgir Ísleifur vill taka fram að þrátt fyrir að íslenska fjármálakerfið sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi næstu árin sé það í meginatriðum traust. Uppbygging þess síðustu ár hjálpi þar mikið til. Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
"Erlendar skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, hafa hækkað ört á síðustu árum og nema nú um tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. Það er einna veikasti þátturinn í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, í gær þegar hann kynnti úttekt bankans á fjármálastöðugleika á Íslandi. Viðskiptahallinn í ár stefnir líka í að vera sá mesti eftir seinna stríð og á sér ekki hliðstæðu meðal þróaðra ríkja. "Alþjóðlegu matsfyrirtækin, sem meta lánshæfi ríkissjóðs og bankanna, benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun, enda geti hún leitt til lægri lánshæfiseinkunnar. Þótt erlendar eignir hafi jafnframt vaxið hratt og séu umtalsverðar, er ójafnvægið mikið sem og áhættan. Veruleg lækkun á gengi íslensku krónunnar gæti leitt til erfiðleika í skuldastöðu fyrirtækja," sagði Birgir. Þetta er í fyrsta skipti sem Seðlabankinn gefur út sérrit um fjármálastöðugleika. Áður voru slíkar greiningar birtar í Peningamálum. Birgir segir þetta gert til að leggja meiri áherslu á umræðu um fjármálastöðugleika og blanda henni ekki mikið saman við umræðu um sjálfa peningastefnuna. Hættan sem gæti steðjað að fjármálakerfinu vegna efnahagsþróunarinnar í greiningu Seðlabankans felst einkum í þeim möguleika að fjármálaleg skilyrði þjóðarbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu framkvæmdaáranna 2005 og 2006 á sér stað. Á fundinum með stjórnendum Seðlabankans kom fram að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum birtist einnig í vaxandi viðskiptahalla. Á síðasta ári nam hann átta prósent af landsframleiðslu og horfur eru á að hann nemi tólf prósent af landsframleiðslu í ár. Gangi það eftir yrði það ekki einungis mesti viðskiptahalli frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar heldur einnig einhver mesti halli sem sést hefur meðal þróaðra ríkja undanfarin þrjátíu ár. Birgir Ísleifur vill taka fram að þrátt fyrir að íslenska fjármálakerfið sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi næstu árin sé það í meginatriðum traust. Uppbygging þess síðustu ár hjálpi þar mikið til.
Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira