Viðskipti innlent

Íbúðarverð hækkar um 13%

Hækkun á verðmæti íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á fyrsta ársfjórðungi nemur þrettán prósentum. Það jafngildir 315 þúsund krónum á hvern íbúa samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Það bætist við drjúga verðmætaaukningu á síðasta ári þegar verð íbúða á svæðinu hækkaði um 23 prósent. Eðli málsins samkvæmt hagnast þeir einir á hækkununum sem eiga sitt eigið húsnæði. Hækkunin segir hins vegar ekki alla söguna því á móti koma áhrif til aukningar á útgjöldum heimilanna og einkaneyslu, lántöku, innflutningi og viðskiptahalla svo eitthvað sé nefnt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×