Skriður kominn á sjóminjasafnið Stefán Jón Hafstein skrifar 13. apríl 2005 00:01 Nýtt safn í Reykjavík - Stefán Jón Hafstein Nú hillir undir að Íslendingar eignist nýtt og glæsilegt sjóminjasafn. Sjálfeignarstofnun um Víkina-Sjóminjasafnið í Reykjavík var sett á laggirnar fyrir skömmu. Safnið er til húsa að Grandagarði 8, gamla BÚR-húsinu. Á stofnfundi safnsins kom fram að stefnt yrði að því að opna fyrstu sýningu á sjómannadaginn 2005. Mörgun þótti það nokkuð djörf áætlun að undirbúa og opna sýningu á hálfu ári, en útlit er enn fyrir því að sú bjartsýna áætlun takist. Fyrsta stóra verkefni safnsins er að setja upp sýninguna "Togaraöldin" í tilefni af 100 afmæli togaraútgerðar á Íslandi. Árið 1905 kom togarinn Coot til landsins og 1907 var togarinn Jón forseti smíðaður fyrir Reykvíkinga. Við upphaf síðustu aldar varð heilmikil vakning meðal landsmanna, en sennilega skópu togararnir mestu byltinguna. Á árunum 1905-1917 fengust 28 aðilar við togaraútgerð á Íslandi, þar af var 21 í Reykjavík og Viðey. Togaraútgerð þar skapaði fyrsta verulega auðmagnið á Íslandi á 20 öld. Sýning sjóminjasafnsins mun reyna að endurspegla þessi miklu umskipti sem urðu á kjörum lands og þjóðar með togurunum. Þá verður reynt að skyggnast inn í líf og aðbúnað sjómanna og fjölskyldna þeirra á öldinni sem leið. Reykjavík er hafnarborg og fáir gera sér grein fyrir því, hve Reykjavík er mikill útgerðarbær; við gömlu höfnina í Reykjavík er landað verðmætasta afla landsins ár hvert. Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík mun leitast við að þjóna hagsmunum heimamanna sem og ferðamanna varðandi kynningu á sambúð Íslendinga við hafið, fiskveiðum og vinnslu. Sagan kallar á sjóminjasafn. Fyrsti Reykvíkingurinn var sæfari og lífsafkoma bæjarbúa hefur byggst mjög mikið á sjónum. Kaupsiglingar hafa verið stundaðar um aldir til Reykjavíkur. Iðnaður og þjónusta tengd sjósókn eru umfangsmikil í borginni sem og stofnanir á vegum hins opinbera. Við skuldum hetjum hafsins og þeim sem gerðu svo mikil verðmæti úr aflanum að sögu þeirra sé minnst. Reykjavíkurborg hafði fyrir sitt leyti forgöngu um undirbúning og leggur fram langmesta stofnféð, 10 milljónir króna á ári. Öflugir bakhjarlar, HB-Grandi, Íslandsbanki, Faxaflóahafnir og Eimskip, leggja saman fram rúmlega annað eins á móti. En þörf er á að fleiri leggist á árarnar með okkur. Nú reynir á hvort útgerðin, fiskvinnslan og allir sem áhuga hafa á sjósókn og mikilvægi sjálvarútvegs vilji koma að þessu samstarfsverkefni. Þess vegna leitar nú stjórn safnsins að fleiri samstarfs- og styrktaraðiljum til að halda uppi merkjum sjávarútvegs og minnast þess sögulega hlutverks sem hafið og sjósókn hafa á lífi á Íslandi. Ég trúi því og treysti að afli verði góður þegar við róum á mið þeirra sem til greina koma sem samstarfsaðilar um safnið. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun og byggist starfið að miklu leyti á því, hvað fyrirtæki og stofnanir eru reiðubúin að láta af mörkum til sýningar um 100 ára sögu togaraútgerðar - og síðar þegar stór og glæst sýning um hlut sjávarútvegs í íslenskri menningu verður opnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nýtt safn í Reykjavík - Stefán Jón Hafstein Nú hillir undir að Íslendingar eignist nýtt og glæsilegt sjóminjasafn. Sjálfeignarstofnun um Víkina-Sjóminjasafnið í Reykjavík var sett á laggirnar fyrir skömmu. Safnið er til húsa að Grandagarði 8, gamla BÚR-húsinu. Á stofnfundi safnsins kom fram að stefnt yrði að því að opna fyrstu sýningu á sjómannadaginn 2005. Mörgun þótti það nokkuð djörf áætlun að undirbúa og opna sýningu á hálfu ári, en útlit er enn fyrir því að sú bjartsýna áætlun takist. Fyrsta stóra verkefni safnsins er að setja upp sýninguna "Togaraöldin" í tilefni af 100 afmæli togaraútgerðar á Íslandi. Árið 1905 kom togarinn Coot til landsins og 1907 var togarinn Jón forseti smíðaður fyrir Reykvíkinga. Við upphaf síðustu aldar varð heilmikil vakning meðal landsmanna, en sennilega skópu togararnir mestu byltinguna. Á árunum 1905-1917 fengust 28 aðilar við togaraútgerð á Íslandi, þar af var 21 í Reykjavík og Viðey. Togaraútgerð þar skapaði fyrsta verulega auðmagnið á Íslandi á 20 öld. Sýning sjóminjasafnsins mun reyna að endurspegla þessi miklu umskipti sem urðu á kjörum lands og þjóðar með togurunum. Þá verður reynt að skyggnast inn í líf og aðbúnað sjómanna og fjölskyldna þeirra á öldinni sem leið. Reykjavík er hafnarborg og fáir gera sér grein fyrir því, hve Reykjavík er mikill útgerðarbær; við gömlu höfnina í Reykjavík er landað verðmætasta afla landsins ár hvert. Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík mun leitast við að þjóna hagsmunum heimamanna sem og ferðamanna varðandi kynningu á sambúð Íslendinga við hafið, fiskveiðum og vinnslu. Sagan kallar á sjóminjasafn. Fyrsti Reykvíkingurinn var sæfari og lífsafkoma bæjarbúa hefur byggst mjög mikið á sjónum. Kaupsiglingar hafa verið stundaðar um aldir til Reykjavíkur. Iðnaður og þjónusta tengd sjósókn eru umfangsmikil í borginni sem og stofnanir á vegum hins opinbera. Við skuldum hetjum hafsins og þeim sem gerðu svo mikil verðmæti úr aflanum að sögu þeirra sé minnst. Reykjavíkurborg hafði fyrir sitt leyti forgöngu um undirbúning og leggur fram langmesta stofnféð, 10 milljónir króna á ári. Öflugir bakhjarlar, HB-Grandi, Íslandsbanki, Faxaflóahafnir og Eimskip, leggja saman fram rúmlega annað eins á móti. En þörf er á að fleiri leggist á árarnar með okkur. Nú reynir á hvort útgerðin, fiskvinnslan og allir sem áhuga hafa á sjósókn og mikilvægi sjálvarútvegs vilji koma að þessu samstarfsverkefni. Þess vegna leitar nú stjórn safnsins að fleiri samstarfs- og styrktaraðiljum til að halda uppi merkjum sjávarútvegs og minnast þess sögulega hlutverks sem hafið og sjósókn hafa á lífi á Íslandi. Ég trúi því og treysti að afli verði góður þegar við róum á mið þeirra sem til greina koma sem samstarfsaðilar um safnið. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun og byggist starfið að miklu leyti á því, hvað fyrirtæki og stofnanir eru reiðubúin að láta af mörkum til sýningar um 100 ára sögu togaraútgerðar - og síðar þegar stór og glæst sýning um hlut sjávarútvegs í íslenskri menningu verður opnuð.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar