Menning

Nám fyrir fullorðna með lesblindu

Margir sem eru með lesblindu hafa verið látnir finna fyrir því að þeir séu ekki eins vel gefnir og gengur og gerist sem er alrangt, og byrjum við því námskeiðið á sjálfsstyrkingu," segir Hulda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar sem býður upp á nám fyrir fullorðið fólk með lesblindu. "Námið byggir á aðferðafræði Ron Davis þar sem allir fara í einktaíma hjá ráðgjafa sem menntaður er í þeim fræðum. Í einkatímanum á leiðrétting lesblindunna sér stað, en við höfum byggt meira í kringum það," segir Hulda. Fyrsta hálfa mánuðinn hittist fólk sem hópur og fer í sjálfsstyrkingu, en því næst taka einkatímar við í heila viku og að því loknu er byrjað að kenna íslensku. "Nemendur eru mjög misjafnlega á veg komnir og í mörgum tilfellum þarf að fara aftur í grunnskólaíslensku og taka undirstöðuatriðin," segir Hulda. Við lok námskeiðsins fá allir nemendurnir námsráðgjöf en námskeiðið er allt í allt 95 kennslustundir og hefur verið viðurkennt til eininga í framhaldsskóla. "Verkalýðsfélögin og fræðslusjóðir atvinnulífsins styðja sitt fólk á þetta námskeið og borga stærsta hlutann af námskeiðinu og menntamálaráðuneytið styrkir þetta einnig lítilsháttar," segir Hulda og telur það afar mikilvægt og gefa þeim sem þurfa möguleika á að mennta sig og bæta í starfi. "Við höfum fengið frábær viðbrögð frá nemendum okkar og þeir eru allir sammála um að þetta hafi breytt lífi þeirra," segir Hulda að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.