Sport

Canizares er miður sín

Santiago Canizares markvörður Evrópumeistara Valencia biður stuðningsmenn liðsins afsökunar í blaðaviðtali á Spáni í dag en hann gerði afdríkadrík mistök á 93. mínútu í leik gegn Malaga í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina, sem kostuðu Valencia sigur í leiknum. Canizares missti boltann klaufalega framhjá sér eftir langskot frá Duda en með markinu náði Malaga að jafna 2-2. Stuðningsmenn bauluðu á markvörðinn eftir leikinn en hann er nýkominn aftur í markið eftir að hafa misst byrjunaliðssætið í febrúar. "Baulið særði mig. Ég er nú einu sinni manneskja með tilfinningar" sagði hinn mannlegi markvörður alveg miður sín. "En svona gerist í fótbolta og maður verður bara að komast yfir það. Mér þykir þetta leitt og er afar miður mín, sérstaklega vegna félagsins því við hefðum getað náð Meistaradeildarsæti með sigrinum. En þetta er samt ekki versta stund ferils míns. Ég hef átt þær verri." sagði Canizares en hans er einnig minnst fyrir að missa rakspíraglas á tærnar og missti fyrir vikið af heimsmeistarakeppninni 2002 með spænska landsliðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×