Menning

Ný reynsla á hverjum degi

"Starfið er mjög skemmtilegt og gefandi, og vinna með börnum býður upp á eitthvað nýtt á hverjum degi og maður veit aldrei hvort maður kemur heim í lok dags með bros á vör eða ekki," segir Georg Lárusson stuðningsfulltrúi og brosir lítið eitt. Hann starfar við Háteigsskóla þar sem hann er að mestu í bekkjarstofunni með umsjónarkennara og aðstoðar þá nemendur sem hafa þörf á stuðningi við námið. "Yfirleitt er maður settur á vissa einstaklinga og geta þetta verið til dæmis verið börn með athyglisbrest eða ofvirkni, en það er ekki algilt," segir Georg. Hann segist oft sjá mikla framför hjá börnunum og sé það sérstaklega gefandi. "Ég aðstoða þau ekki bara í bekkjarstofunni, heldur einnig í allri útivist, leikfimi, sundi og í öllum sérgreinum," segir Georg sem kynnist börnunum oft afar vel. hann segir líka oft erfitt að kveðja börnin þegar þau hafa vaxið upp og lokið skólanum. "Ég hef verið í þessu starfi í ein sex ár en mér bauðst starfið eftir að hafa starfað hér sem skólaliði í eitt ár," segir Georg sem segist ekki sjá eftir því að hafa þegið starfið. "Það er gaman að fara í vinnuna á morgnana þó að stundum sé maður andlega þreyttur eftir daginn, því maður skilur vinnuna ekki beint eftir," segir Georg. "Það eina sem er erfitt við starfið er að lifa af laununum," segir Georg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×