Menning

Mikið um þunglyndi og kvíða

Þunglyndi og kvíði eru algengustu ástæður fyrir því að fólk sækir um bætur vegna langtíma veikinda samkvæmt rannsakenda í King háskólanum í London í Bretlandi Greint er frá rannsóknum þeirra á fréttasíðu BBC en þessar bætur kosta ríkisstjórnina 13 milljarða punda á ári. Rannsakendurnir hafa einnig áætlað að 176 milljónir vinnudaga töpuðust árið 2003 og tæplega tíu milljónir daga árið áður. Langtímaveikindi eru þau veikindi sem standa yfir lengur en hálft ár og að þeim tíma loknum getur fólk sótt um bætur vegna þeirra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×