Menning

Aldrei fleiri atvinnulausir

Atvinnuleysi í Þýskalandi var aldrei meira í mars síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Ku það vera kuldinn sem veldur því að fyrirtæki ráða ekki s tarfsmenn. Fjöldi atvinnulausra jókst um 92.000 í 4,97 milljónir og er því tólf prósent Þjóðverja atvinnulausir. Til samanburðar eru fimm prósent atvinnulausir í Bandaríkjunum og Bretlandi. Kanslari Þýskalands, Gerhard Schroeder, lofaði að minnka atvinnuleysi er hann var kosinn. Það hefur reynst honum erfitt og bitnar það á vinsældum hans meðal kjósenda. Sérfræðingar segja að núverandi atvinnuöryggisástand stöðvi neytendur í að eyða peningum og hefti efnahagsvöxt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.