Syntu að barnum 31. mars 2005 00:01 Það er víst ekki í tísku lengur að skella sér í sundlaugina, taka sundsprett og hífa sig aftur upp úr lauginni til að fá sér drykk eða mat á barnum. Nú er málið að synda að barnum og flatmaga í sundlauginni á meðan svalandi drykkurinn er sötraður í sólinni. Ferðasíða msn.com hefur tekið saman tíu flottustu og bestu sundlaugarbarina sem tryggja að þú þurfir aldrei að yfirgefa laugina -- að minnsta kosti ekki í löndum þar sem hitinn ræður ríkjum á næturnar. 1. Moon Palace Golf Resort í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Yndislegir sundlaugarbarir sem umkringdir eru pálmatrjám og sól. 2. Barcelo Bavaro Palace Resort í Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Þrjár stjörnur Afskaplega vel falinn staður þar sem hægt er að fá undarlegustu drykki. Þegar barþjónninn gefur þér ananas með röri í þá veistu að þú ert víðsfjarri öllu og öllum. 3. Hard Rock hótel í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fjórar stjörnur Á þessum þrem sundlaugarbörum er auðvitað hægt að leggja fé undir og spila fjárhættuspil á meðan "blauti" drykkurinn er sopinn. Það er líka voða auðvelt að drekkja sorgum sínum þegar peningurinn er búinn. 4. The Ritz-Carlton í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Fimm stjörnur 25 ekrur af sundlaugum, fossum og fallegum hellum. 5. Wyndham Rose Hall Resort í Rose Hall á Jamaíka. Fjórar stjörnur Hér er hægt að renna sér niður æsandi rennibrautir og koma niður, heill á húfi, og sötra nokkur glös af jamaísku rommi. 6. Avalon Reef Club á Isla Mujeres í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi klúbbur er umkringdur Karabíska hafinu. Á þessum sundlaugarbar ræður þú hvort þú syndir að barnum til að fá þér hressingu eða kallar á þjónana sem koma syndandi til þín. 7. Omni Cancún hótel og smáhús í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Tvær hæðir eru af sundlaugum, á annarri er sundlaugarbar, og á hinni er venjuleg sundlaug. Á þessum sundlaugarbar er meira að segja flísalagtborð í lauginni svo þú þurfir ekki að ómaka þig við að halda á glasinu þínu. 8. Negril strendur í Negril á Jamaíka. Fjórar stjörnur Tveir sundlaugarbarir og risastór strönd -- gerist það betra? 9. Marriott Casamagna í Puerto Vallarta í Mexíkó. Fjórar stjörnur Risastór sundlaug með sundlaugarbar sem selur litríka og hressandi drykki. 10. Pueblo Bonito í Mazatlán í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi staður líkist helst stóru spænsku þorpi. Tveir sundlaugarbarir aðeins nokkrum skrefum frá ströndinni. Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það er víst ekki í tísku lengur að skella sér í sundlaugina, taka sundsprett og hífa sig aftur upp úr lauginni til að fá sér drykk eða mat á barnum. Nú er málið að synda að barnum og flatmaga í sundlauginni á meðan svalandi drykkurinn er sötraður í sólinni. Ferðasíða msn.com hefur tekið saman tíu flottustu og bestu sundlaugarbarina sem tryggja að þú þurfir aldrei að yfirgefa laugina -- að minnsta kosti ekki í löndum þar sem hitinn ræður ríkjum á næturnar. 1. Moon Palace Golf Resort í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Yndislegir sundlaugarbarir sem umkringdir eru pálmatrjám og sól. 2. Barcelo Bavaro Palace Resort í Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Þrjár stjörnur Afskaplega vel falinn staður þar sem hægt er að fá undarlegustu drykki. Þegar barþjónninn gefur þér ananas með röri í þá veistu að þú ert víðsfjarri öllu og öllum. 3. Hard Rock hótel í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fjórar stjörnur Á þessum þrem sundlaugarbörum er auðvitað hægt að leggja fé undir og spila fjárhættuspil á meðan "blauti" drykkurinn er sopinn. Það er líka voða auðvelt að drekkja sorgum sínum þegar peningurinn er búinn. 4. The Ritz-Carlton í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Fimm stjörnur 25 ekrur af sundlaugum, fossum og fallegum hellum. 5. Wyndham Rose Hall Resort í Rose Hall á Jamaíka. Fjórar stjörnur Hér er hægt að renna sér niður æsandi rennibrautir og koma niður, heill á húfi, og sötra nokkur glös af jamaísku rommi. 6. Avalon Reef Club á Isla Mujeres í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi klúbbur er umkringdur Karabíska hafinu. Á þessum sundlaugarbar ræður þú hvort þú syndir að barnum til að fá þér hressingu eða kallar á þjónana sem koma syndandi til þín. 7. Omni Cancún hótel og smáhús í Cancún í Mexíkó. Fjórar stjörnur Tvær hæðir eru af sundlaugum, á annarri er sundlaugarbar, og á hinni er venjuleg sundlaug. Á þessum sundlaugarbar er meira að segja flísalagtborð í lauginni svo þú þurfir ekki að ómaka þig við að halda á glasinu þínu. 8. Negril strendur í Negril á Jamaíka. Fjórar stjörnur Tveir sundlaugarbarir og risastór strönd -- gerist það betra? 9. Marriott Casamagna í Puerto Vallarta í Mexíkó. Fjórar stjörnur Risastór sundlaug með sundlaugarbar sem selur litríka og hressandi drykki. 10. Pueblo Bonito í Mazatlán í Mexíkó. Fjórar stjörnur Þessi staður líkist helst stóru spænsku þorpi. Tveir sundlaugarbarir aðeins nokkrum skrefum frá ströndinni.
Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira